Fleiri fréttir

„Okkur finnast þetta vera stjórnsýsluleg fantabrögð“

„Við erum algjörlega steinhissa og í raun misboðið yfir þeim fréttum að ráðuneytið skuli þegar eiga í viðræðum við KGRP um rekstur nýrra bálstofu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins.

Öllum starfs­mönnum List­dans­skóla Ís­lands sagt upp

Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur.

Illræmdur blóðsjúgandi fuglamítill staðfestur á Íslandi

Blóðsjúgandi mítill fannst í smyrli sem líffræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja fékk afhent nýverið til rannsóknar. Fundurinn veldur áhyggjum þar sem á ferðinni er sníkjudýr sem halda þarf í skefjum með notkun skaðlegra mítlalyfja. 

Mynduðu aftöku óvopnaðs stríðsfanga

Yfirvöld í Úkraínu rannsaka nú myndband sem birt var á samfélagsmiðlum í gær sem sýnir rússneska hermenn skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heitir því að hermennirnir muni finnast.

Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun

Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi.

Mótmælendur ruddust inn í þinghús Georgíu

Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í kvöld. Mótmælendur hafa grýtt lögregluþjóna, kastað bensínsprengjum að þeim og reynt að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Öryggissveitir hafa meðal annar beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum.

Velferðarsamfélag í fremsta flokki eigi að vera komið lengra

Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr og erfist jafnvel milli kynslóða. Mismunun eigi sér stað til að mynda þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar, og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll.

Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt

Til­laga borga­stjóra um framtíðar­starfs­semi á starfs­semi Borg­ar­skjala­safns var samþykkt í borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag með ell­efu at­kvæðum gegn tíu.

Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp

Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum.

Jedna czwarta Islandczyków nadużywa alkoholu

W 2022 roku, około jedna czwarta Islandczyków mieściła się w definicji szkodliwego wzorca spożywania alkoholu lub angażowania się w tak zwane ryzykowne picie, największą grupę stanowili mężczyźni.

Drykkja hefur aukist aftur eftir af­nám sam­komu­tak­markana

Áhættudrykkja er farin að aukast aftur eftir að hafa dregist saman þegar samkomutakmarkanir voru í gildi árin 2020 og 2021. Sérfræðingur hjá landlækni segir nauðsynlegt að halda í takmarkað aðgengi að áfengi til að hægt sé að draga úr drykkju á ný.

Gruna hóp tengdan Úkraínu um Nord Stream árásina

Yfirvöld í Bandaríkjunum og Þýskalandi telja hóp manna sem tengjast Úkraínu bera ábyrgð á skemmdarverkum sem unnin voru á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasaltshafi. Leiðslurnar sem lágu frá Rússlandi til Þýskalandi eyðilögðust í sprengingu í fyrra.

Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga

Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku.

Samfellt kuldakast í vændum

Búast má við áframhaldandi kuldakasti fram yfir næstu helgi að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Hann segir kalda loftið sem landinn finnur nú fyrir vera hreinræktað heimskautaloft.

Alvarlegt að ekki hafi tekist að manna sjúkraflug

Heilbrigðisráðherra segir alvarlegt að maður sem beið eftir lifrarígræðslu hafi misst af tækifærinu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflug. Tryggja þurfi að atvikið endurtaki sig ekki en til greina komi að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um tíu þúsund börn búa við fátækt á Íslandi og fjölgar þeim milli ára. Leiðtogi hjá Barnaheillum segir fólk festast í fátæktargildru, sem erfitt reynist að komast út úr. Stjórnvöld þurfi að marka stefnu, sem hingað til hefur ekki verið til staðar og uppræta fátækt í eitt skipti fyrir öll.

Fimm bíla árekstur á Miklubraut

Fimm bílar lentu í árekstri á Miklubraut nú síðdegis skammt frá Skeifunni. Töluverðar tafir hafa verið á umferð vegna árekstursins.

Myglu­drauga­banar geti fundið myglu þar sem þeir vilja

Hilmar Þór Björnsson arkitekt segir það vera vandamál að verkfræðistofan EFLA skuli bæði sjá um að greina myglu og bjóða upp á ráðgjöf við að fjarlægja hana. Sérfræðingur í myglu segir ekkert vera athugavert við það þar sem verkefnið sé flókið.

Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu.

Skipuð ráðu­neytis­stjóri í ráðu­neyti Lilju

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Sigrúnu Brynju Einarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu til fimm ára frá og með 1. apríl næstkomandi.

Tekist á um formannsembættið í VR í Pallborðinu

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til embættis formanns ásamt honum mæta í beina útsendingu í Pallborðinu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni klukkan tvö í dag. Kosning til formanns og stjórnar VR hefst á morgun.

Enn efnt til mót­mæla vegna hækkunar eftir­launa­aldursins

Yfirvöld í Frakklandi undirbúa sig nú undir fjöldamótmæli og umfangsmiklar samgönguraskanir en starfsmenn í lestar- og flugsamgöngum hefja verkföll í dag. Boðað var til aðgerðanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að hækka eftirlaunaldurinn úr 62 í 64 ár.

Veitingarekstur í Japan í uppnámi vegna „sushi-terrorista“

Veitingakeðjur í Japan sem hafa boðið upp á sushi á færibandi íhuga nú að skipta yfir í hefðbundna þjónustu þar sem maturinn er borinn á borð af þjónum. Ástæðan er faraldur óprúttinna aðila sem leikur sér að því að eiga við matinn.

Út­lit fyrir eins­leitt veður næstu daga

Næstu daga er útlit fyrir fremur einsleitt veður þar sem norðlægar áttir verða ríkjandi og éljagangur fyrir norðan og austan. Þá verður yfirleitt þurrt og lengst af bjart veður annars staðar.

Jóhannes Nordal er látinn

Jó­hann­es Nor­dal, sem gegndi embætti seðlabanka­stjóra á árunum 1961 til 1993, er látinn, 98 ára að aldri.

Ein­býlis­hús, rán­dýr bíll og lúxus­líf­stíll en haldið uppi af pabba

Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 

Reyndi að opna neyðar­út­gang og stakk flug­þjón

Bandarískur karlmaður hefur verið kærður fyrir að hafa reynt að opna neyðarútgang farþegaþotu United á leið frá Los Angeles til Boston og að hafa stungið flugþjón í þrígang í hálsinn með brotinni skeið í gær.

Bakhjarlar Úkraínu leggja til undanhald frá Bakhmut

Úkraínumenn segjast ætla að halda Bakhmut í Dónetskhéraði, þrátt fyrir erfitt ástand þar og að Rússum hafi vaxið ásmegin. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði með herforingjaráði Úkraínu þar sem talað var um að senda meiri liðsauka á svæðið.

Öflugur skjálfti við Herðu­breið

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í um fjögurra kílómetra fjarlægð norð-norð-austur af Herðubreið klukkan 20:20 í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir