Fleiri fréttir

Reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna ráði kerfið ekki við skimanir

Sóttvarnalæknir leggur til að reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands ef ekki næst að anna skimunum allra farþega á landamærunum. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarsýn sóttvarna. Hann segist þó ekki vita hvernig hægt verði að takmarka komu ferðamanna. 108 greindust með veiruna í gær og eru sjö á gjörgæslu vegna Covid.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í sóttvarnalækni sem vill takmarka fjölda ferðamanna til landsins takist ekki að skima þá alla á landamærunum. Í dag eru fimm mánuðir frá því eldgos hófst á Reykjanesi, það fyrsta þar í átta hundruð ár.

Síbrotamaður dæmdur í þriggja ára fangelsi

Tómas Helgi Jónsson var á þriðjudag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda fyrir umferðar- og fíkniefna- og vopnalagabrot auk eldri brota. Tómas Helgi á að baki áralangan brotaferil.

Pólski herinn sinnir loftrýmisgæslu í fyrsta sinn

Á annað hundrað liðsmenn pólska flughersins taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland í þessum mánuði en þetta er í fyrsta skipti sem Pólverjar taka þátt í verkefninu á Íslandi.

Maðurinn er fundinn

Maður sem lögregla lýsti eftir á fimmtudag er kominn í leitirnar. 

108 greindust með veiruna innan­lands í gær

Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 68 þeirra sem greindust voru fullbólusettir og er bólusetning hafin hjá einum. 39 þeirra sem greindust eru óbólusettir.

Skutu á fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afgana

Nokkrir eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana leystu upp samkomu fólk sem fagnaði þjóðhátíðardegi Afganistans í borginni Asadabad í dag. Talibanar skutu á fólkið en ekki er ljóst hvort að þeir látnu féllu af völdum skotsára eða troðnings sem skapaðist þegar skotunum var hleypt af.

For­eldrar Foss­vogs­skóla­barna harð­orðir: „Mál er að linni“

„Umrætt húsnæði er fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsir valið á húsnæðinu dómgreindarleysi skólayfirvalda á þörfum barna og starfsfólks í námi og starfi. Mál er að linni.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla þar sem „neyðarástand í húsnæðismálum 2. til 4. bekkjar i Fossvogsskóla“ er til umræðu.

Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð

Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum.

Erilsamt að vanda hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti 142 sjúkraflutningum í gær. Í Facebookfærslu slökkviliðsins segir að fyrir nokkrum vikum hefðu svo margir sjúkraflutningar þótt til tíðinda en nú sé sá fjöldi „normið.“

Meira um einelti á netinu hér en í Noregi

Mun meira er um haturstal, neteinelti, ögranir og háðung í athugasemdakerfum á Íslandi en í Noregi, samkvæmt nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um haturstal og neikvæða upplifun af netinu.

Fimm mánuðir frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli

Fimm mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er hraunið sem myndast hefur í gosinu orðið 119 milljónir rúmmetra að rúmmáli og 4,4 ferkílómetrar að flatarmáli.

Skýja­breiðan sem hylur landið mun ekki blása burt í dag

Yfir landinu liggur nú hlýtt og rakt loft og vegna hægviðrisins mun skýjabreiðuna sem hylur landið ekki blása burt í dag. Von er á áframhaldandi súld víða um land en þó útlit fyrir að það verði að mestu þurrt norðaustan- og austanlands.

Nýsjálensk börn verði bólusett

Stjórnvöld á Nýja Sjálandi heimiluðu í gær að börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett en hingað til hafa einungis þeir sem náð hafa sextán ára aldri getað fengið bólusetningu í landinu.

Íbúar Kabúl óttaslegnir

Þótt Talibanar hafi gefið út almenna sakaruppgjöf í Afganistan og skorað á fólk að halda til vinnu eru margir íbúar höfuðborgarinnar Kabúl óttaslegnir og halda sig heima.

Sér ekki hvernig hefði verið hægt að komast hjá ringul­reið á flug­vellinum

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti segir að það sé vel hugsan­legt að banda­rískir her­menn verði lengur í Afgan­istan en til 31. ágúst ef ekki hefur tekist að koma öllum Banda­ríkja­mönnum úr landinu fyrir þann tíma. Hann sér ekki hvernig hægt hefði verið að komast hjá ringul­reið á flug­vellinum í Kabúl síðasta mánu­dag.

„Er öllum sama um börnin og kennarana í Foss­vogs­skóla?“

Er öllum sama um börnin og kennarana í Foss­vogs­skóla? Að þessu spyr for­eldri tveggja barna í ­skólanum sig í harð­yrtri færslu á Face­book þar sem hún gagn­rýnir fram­ferði Reykja­víkur­borgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hor­tug­heit.

Sagði R. Kelly vera rándýr

Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 

Örvunar­skammtar ríku þjóðanna eins og að út­deila öðru björgunar­vesti á meðan aðrir drukkna án vestis

Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis.

Leik­skóla lokað út vikuna og allir í sótt­kví

Allir nem­endur og kennarar á leik­skólanum á Seyðis­firði eru komnir í sótt­kví eftir að nemandi í skólanum greindist með kórónuveiruna síðasta mánu­dag. Leik­skólanum hefur því verið lokað fram á næsta mánu­dag þegar sótt­kvínni lýkur.

Kári: Ekkert fokking væl

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, telur að það verði ekki um­flúið að halda svipuðum sam­komu­tak­mörkunum og nú eru í gildi næstu eitt til tvö árin. Hann er bjart­sýnn á að þjóðin haldi á­fram að tækla verk­efnið af krafti þó ­ljóst sé að það sé orðið ör­lítið lengra en menn höfðu vonast til í upp­hafi.

Ís­lendingurinn metinn ó­hæfur til að taka þátt í réttar­höldunum yfir honum

Daníel Gunnarsson, Íslendingur búsettur í Bandaríkjunum sem grunaður er um morð í bænum Ridecrest í Kaliforníu, hefur verið metinn óhæfur til að taka þátt í réttarhöldunum yfir honum. Málsmeðferð hefur verið frestað þangað til Daníel fær meðferð með það að markmiði að hann verði metinn hæfur. DV greindi fyrst frá.

Lundapysjutímabilið í Vestmannaeyjum á pari við þjóðhátíð

Það er líf og fjör í Vestmannaeyjum þessa dagana því nú er pysjutímabilið í hámarki þar sem bæjarbúa keppast við að finna Lunda pysju unga inn í bænum og fara með þær út að sjó og sleppa þeim þar. Reiknað er með að pysjurnar verði sjö þúsund og sjö hundruð, sem fá frelsi út á hafi.

Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSS

Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu.

Von­svikinn og leitar svara um mót­töku af­gansks flótta­fólks

Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

„Móðir okkar hefði ekki þurft að deyja", segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu.

Ghani kominn til furstadæmanna

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum staðfesta að Ashraf Ghani, forseti Afganistans, sé staddur þar. Ghani flúði heimalandið um helgina þegar talibarnar nálguðust höfuðborgina Kabúl.

Herða tökin á netinu eftir mótmæli á Kúbu

Kommúnistastjórnin á Kúbu hefur lagt fram nýjar og hertar reglur um samfélagsmiðla og internetið í kjölfar óvenjuáberandi mótmæla þar nýlega. Gagnrýnendur halda því fram að breytingunum sé ætla að þagga niður í andófsröddum.

Sjá næstu 50 fréttir