Meira um einelti á netinu hér en í Noregi Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2021 08:00 Íslendingar virðast vera verri í netsamskiptum en frændur okkar í Noregi. Getty Mun meira er um haturstal, neteinelti, ögranir og háðung í athugasemdakerfum á Íslandi en í Noregi, samkvæmt nýrri skýrslu fjölmiðlanefndar um haturstal og neikvæða upplifun af netinu. Skýrslan byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun sem lögð var fyrir í febrúar og mars 2021. Í tilkynningu frá nefndinni segir að helmingur þátttakenda segist hafa orðið varkárari í að lýsa skoðunum sínum í umræðum á netinu eftir háð eða ögranir, 32,8 prósent segist frekar taka þátt í umræðum í lokuðum hópum og 20,6 prósent hafi hætt að taka þátt í umræðum á netinu. Elfa Ýr Gylfadóttir formaður fjölmiðlanefndar segir að þar sem netið væri mikilvægur samskiptavettvangur í lýðræðislegri umræðu megi telja alvarlegt ef hluti fólks telji sig verða fyrir áreiti, neteinelti eða haturstali og veigri sér jafnvel við að taka þátt í opinberri umræðu. Slík þróun geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þróun lýðræðis. Yngra fólk líklegra til að verða fyrir neteinelti Rannsóknin leiðir í ljós að aldurshópurinn 15-17 ára væri líklegri en aðrir aldurshópar til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti, háðung eða ögrun í umræðum/athugasemdakerfum og hótanir um ofbeldi á netinu. Elsti aldurshópurinn (60 ára og eldri) væri hins vegar ólíklegastur til að hafa upplifað öll þau atriði sem talin væru upp. „Það er sláandi munur milli aldurshópa þegar að kemur að haturstali og neikvæðri upplifun af netinu í þessum niðurstöðum. Við sjáum þá einnig að neikvæð uppplifun af þessum þáttum hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu. Hættan er þá að ákveðnir aldurshópar missi sínar raddir og komi þar með ekki sínum málum og sjónarmiðum að. Ef við grípum ekki í taumana og tæklum þennan vanda þá er líklegt að þetta sé þróun sem muni hafa áhrif á lýðræði í landinu,“ segir Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd. Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Skýrslan byggir á niðurstöðum úr víðtækri spurningakönnun sem lögð var fyrir í febrúar og mars 2021. Í tilkynningu frá nefndinni segir að helmingur þátttakenda segist hafa orðið varkárari í að lýsa skoðunum sínum í umræðum á netinu eftir háð eða ögranir, 32,8 prósent segist frekar taka þátt í umræðum í lokuðum hópum og 20,6 prósent hafi hætt að taka þátt í umræðum á netinu. Elfa Ýr Gylfadóttir formaður fjölmiðlanefndar segir að þar sem netið væri mikilvægur samskiptavettvangur í lýðræðislegri umræðu megi telja alvarlegt ef hluti fólks telji sig verða fyrir áreiti, neteinelti eða haturstali og veigri sér jafnvel við að taka þátt í opinberri umræðu. Slík þróun geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þróun lýðræðis. Yngra fólk líklegra til að verða fyrir neteinelti Rannsóknin leiðir í ljós að aldurshópurinn 15-17 ára væri líklegri en aðrir aldurshópar til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti, háðung eða ögrun í umræðum/athugasemdakerfum og hótanir um ofbeldi á netinu. Elsti aldurshópurinn (60 ára og eldri) væri hins vegar ólíklegastur til að hafa upplifað öll þau atriði sem talin væru upp. „Það er sláandi munur milli aldurshópa þegar að kemur að haturstali og neikvæðri upplifun af netinu í þessum niðurstöðum. Við sjáum þá einnig að neikvæð uppplifun af þessum þáttum hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu. Hættan er þá að ákveðnir aldurshópar missi sínar raddir og komi þar með ekki sínum málum og sjónarmiðum að. Ef við grípum ekki í taumana og tæklum þennan vanda þá er líklegt að þetta sé þróun sem muni hafa áhrif á lýðræði í landinu,“ segir Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd.
Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira