Fleiri fréttir

Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni.

Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví

Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum umsóttkví. Heilsugæslan vonar að mætin þeirra sem fengu Jansen bóluefnið verði betri í örvunarskammta í dag í í gær og fyrradag.

Mikil flóð eftir úrhelli í sænsku Dölunum

Skemmdir hafa orðið á vegum og brúm og flætt hefur inn í íbúðarhús í miklum flóðum í kjölfar úrhellisúrkomu í Gävleborg og Dölunum í austanverðri Svíþjóð. Íbúar á svæðinu eru varaðir við því að vera á ferðinni nema alger nauðsyn krefji.

124 greindust með kórónu­veiruna í gær

Að minnsta kosti 124 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 64 þeirra sem greindust voru fullbólusettir og er bólusetning hafin hjá fjórum sem greindust. 56 þeirra sem greindust eru óbólusettir.

Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig

Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar.

Eitt barn reyndist smitað á Álftaborg

Eitt barn á leikskólanum Álftaborg í Safamýri hefur greinst smitað af kórónuveirunni. Börn og starfsmenn voru send í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður á föstudaginn.

Telja sig nálgast tímamót í kjarnasamruna á tilraunastofu

Bandarískir vísindamenn telja sig nú nálgast það markmið að búa til orku með kjarnasamruna á tilraunastofu. Í tilraun fyrr í þessum mánuði náði orkan sem varð til við samrunann 70% af orkunni sem fór í að framkalla hann.

Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag

Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot.

Löggan stoppaði partíið en bauð gestunum að færa það í heimahús

Lögreglan á Norðurlandi eystra batt enda á tvítugsafmæli í félagsheimilinu Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit á laugardagskvöld við mikla óánægju veislugesta. Þeir töldu margir að lögreglan hefði óljósa heimild til þeirra aðgerða, enda væri ekki um veitingastað eða skemmtistað að ræða.

Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk

Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi.

Hyggst kveða niður hungur­vofur og rétta hlut lands­byggðarinnar

Líkt og greint var frá í gær hefur tónlistar- og athafnamaðurinn Jakob Frímann Magnússon tekið efsta sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar í september. Hann segist brenna fyrir því að rétta hlut þeirra sem minnst hafa á milli handanna og vill færa landsbyggðinni lífsgæði sem af mörgum höfuðborgarbúum eru talin sjálfsögð.

Kafarar kanna að­stæður vegna olíu­mengunar frá El Grill­o

Kafarar á vegum Landhelgisgæslunnar munu í dag hefja skoðun og skrásetningu á flaki El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Ástæðan er að rannsaka umfang olíuleka úr tönkum og hvaða möguleikar séu í stöðunni til að koma í veg fyrir frekari leka.

Biden: pant vera fyrstur til að keyra væntanlega raf Corvette-u

Joe Biden, Bandaríkjaforseti hélt nýverið ræðu fyrir utan Hvíta húsið þar sem hann talaði um að helmingur sölu á nýjum bílum í Bandaríkjunum muni vera rafbílar fyrir lok ársins 2030. Viðstaddir ræðuna voru helstu yfirmenn Ford, General Motors og Stellantis. Þar á meðal framkvæmdastjóri GM, Mary Barra. Biden sagði við tilefnið að hann hefði samið við Barra um að fá að vera fyrstur til að keyra rafdrifna Corvette C8.

Fávitar vinsælir í Giljaskóla en Runk og réttindi ekki

Ekkert verður af því að Heiðar Ríkharðsson kennari standi fyrir námskeiðinu Runk og réttindi fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk í Giljaskóla á Akureyri í vetur. Ekki reyndist nægur áhugi á námskeiðinu en um valgrein er að ræða.

Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí

Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir.

Leiðtogar Talibana koma úr felum

Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl.

Forsetahjónin á World Pride

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú taka þátt í World Pride í Kaupmannahöfn og Málmey á næstu dögum.

Teknir í spyrnu á 157 kílómetra hraða

Rétt fyrir klukkan tvö í nótt voru tvær bifreiðar stöðvaðar á Miklubraut eftir að hafa mælst á 157 kílómetra hraða á klukkustund en hámarkshraði á Miklubraut er 80 kílómetrar á klukkustund.

Heilagir nem­endur í þrjá­tíu ár

Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001.

Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag

Stað­festum dauðs­föllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugar­dag fjölgaði mjög í dag. Opin­berar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað.

„Sunnudagurinn var hræðilegasti dagur lífs míns“

Afgönsk kona sem býr í Kabúl, höfuðborg Afganistan, og starfaði fyrir ríkisstjórnina sem þar var við völd áður en Talibanar tóku völdin segist óttast mjög um framtíðina undir stjórn Talibana.

Fækkun legu­­rýma skýrist af betri tækni og þjónustu

Heil­brigðis­ráð­herra telur að fækkun legu­rýma á sjúkra­húsum landsins eigi sér eðli­legar skýringar. Aukin tækni í læknis­þjónustu og betri göngu­deildar­þjónusta hafi orðið til þess að minni þörf sé á legu­rýmum, líkt og víða í heiminum og í ná­granna­löndum okkar.

Segir mann­réttinda­brot framin í grunn­skólum

Lögmaður öryrkjabandalagsins krefst þess að þörfum barna með sérþarfir verði mætt í grunnskólum. Hann segir mannréttindabrot framin í skólunum og að málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt.

Lögregla býr sig undir átök

Það er lykilatriði að geta brugðist hratt og rétt við, segja lögreglufulltrúar við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar en þar hefur verið í notkun svokallaður þjálfunarhermir þar sem æfð eru viðbrögð, ákvarðanataka, samskipti og valdbeiting. Hermirinn skipar stöðugt stærra hlutverk í þjálfun lögreglumanna hér á landi.

Ekkert verður af Color Run í ár

Ákveðið hefur verið að fresta Litahlaupinu, The Color Run, sem átti að fara fram þann 28. ágúst næstkomandi fram til næsta sumars vegna samkomutakmarkana. Vonast er til að hægt verði að halda hlaupið samkomutakmarkanalaust í júní á næsta ári.

Allir þrír um borð taldir af eftir flug­slys í Rúss­landi

Talið er að allir þrír sem voru um borð í til­rauna­flugi rússneskrar herflugvélar hafi látist þegar hún hrapaði til jarðar á höfuðborgarsvæði Moskvu í dag. At­vikið náðist á mynd­band sem má sjá hér neðar í fréttinni.

Sjá næstu 50 fréttir