Fleiri fréttir

„Hvað gerðist á Íslandi?“

„Hvað gerðist á Íslandi?“Þessari spurningu er velt upp í nýrri umfjöllun Washington Post um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Forstjóri sögufrægrar Formúlu 1-brautar myrtur

Nathalie Maillet, forstjóri Spa-Francorchamps kappaktursbrautarinnar í Belgíu, fannst látin á heimili sínu í gær. Svo virðist sem að eiginmaður hennar hafi skotið hana og aðra konu til bana áður en hann beindi byssunni að sjálfum sér.

Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra

Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa.

Börn í borginni mæta í bólusetningu eftir viku

Bólusettir farþegar sem búa hér á landi eða hafa tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Þá hófust bólusetningar að nýju í Laugardalshöll í morgun þar sem örvunarsprautur eru í boði. Börn á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 12-15 ára mæta í Laugardalshöll á mánudag og þriðjudag í næstu viku. 

Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína

Tilkynnt hefur verið um áform um byggingu átján nýrra kolaorkuvera í Kína á fyrri hluta þessa árs og þá liggja fyrir tillögur að 43 til viðbótar. Kolabruni er stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum.

Ekki von á róttækum breytingum á reglum um sóttkví

Sóttvarnalæknir segir smitaða ferðamenn frá Ísrael auka álagið á heilbrigðiskerfið en þrjátíu Ísraelar hafa greinst hér á landi og er að minnsta kosti einn þeirra alvarlega veikur af Covid-19. Hann ætlar að byggja nýtt minnisblað til heilbrigðisráðherra á formlegu erindi sem hann býst við frá Landspítalanum á næstu dögum. Hann á ekki von á róttækum breytingum hvað varðar reglur um sóttkví.

Konurnar fái niðurstöður í þessari eða næstu viku

Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimana eiga von á niðurstöðum í þessari viku eða þeirri næstu. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Boða til neyðarfundar vegna ástandsins í Afganistan

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast á neyðarfundi á morgun til þess að ræða fall Afganistans í hendur talibana. Vestræn ríki reyna nú að forða borgurum sínum frá landinu í dauðans ofboði en breski varnarmálaráðherrann viðurkennir að ekki allir muni komast burt.

Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi

Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þrjátíu ísraelskir ferðamenn hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi. Einn er sagður alvarlega veikur en tveir með vægari einkenni. Ferðamennirnir eru allir bólusettir.

Minnst 55 greindust innanlands í gær

Í gær greindust minnst 55 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 28 í sóttkví eða tæpur meirihluti. Ef um lokatölur er að ræða er þetta í fyrsta sinn frá 31. júlí sem meirihluti nýgreindra var í sóttkví við greiningu og í annað sinn frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst.

Tekur við sem for­maður SÍNE

Freyja Ingadóttir hefur verið nýr formaður SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Hún var kjörin á Sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór síðastliðinn laugardag, en hún tekur við formennsku af Hauki Loga Karlssyni sem gengt hefur hlutverkinu síðastliðið ár.

Ekkert heitt vatn í Vestur­bænum í nótt og á morgun

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur mega búa sig undir heitavatnsleysi í nótt og á morgun. Starfsfólk Veitna hefst handa í nótt við að tengja nýja hitaveitulögn fyrir Landspítala háskólasjúkrahús við stofnlögnina sem flytur heitt vatn í Vesturbæ Reykjavíkur.

Þjóðverjar ráðast í bólusetningar barna

Þýska bólusetningarráðið, sem hefur fram að þessu mótað stefnu Þjóðverja í málaflokknum, hefur mælt með að ráðist verði í bólusetningar 12-17 ára. Ávinningurinn vegur þyngra en mögulegir ókostir, segir ráðið.

Fjöldi spítala­inn­lagna aðal­á­hyggju­efnið

„Það sem er leiðinlegt við þetta er hvað útbreiðslan hefur verið mikil þrátt fyrir allt. Þess vegna erum við að fá svona marga inn á spítalann. Það er aðaláhyggjuefnið núna, það er fjöldinn inni á spítala og sérstaklega fjöldinn sem þarf að leggjast inn á gjörgæslu. Það er stóra málið.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun.

Trudeau boðar til kosninga á undan áætlun

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, boðaði til þingkosninga þegar tvö ár eru enn eftir af kjörtímabilinu í gær. Réttlætti hann ákvörðun sína með því að þjóðin þyrfti að fá að segja hug sinn um hvernig ætti að ljúka baráttunni gegn kórónuveirufaraldurinn.

Fimm sagðir látnir á flug­vellinum í Kabúl

Mikil ringulreið ríkir nú á flugvellinum í afgönsku höfuðborginni Kabúl eftir að þúsundir manna flykktust þangað í þeirri von að geta flúið land. Sjónarvottar segja í samtali við Reuters að fimm hið minnsta séu látnir.

Gróðurinn logar og eldar ógna þúsundum heimila

Þúsundum heimila í norður Kaliforníu er nú ógnað af mestu skógareldum sem þar hafa geisað og óttast menn að þeir dreifist um allan vesturhluta ríkisins vegna óstöðugs veðurfars.

Segjast ætla að auka lífsgæði afgönsku þjóðarinnar

Mullah Baradar Akhund, annar helsti leiðtogi Talibana í Afganistan, sagði í myndbandsávarpi til afgönsku þjóðarinnar í gær að nú væri kominn tími til að sjá fyrir þjóðinni og færa líf hennar til betri vegar.

Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara

Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis.

Sóttkvíarbrjótur strauk úr sóttvarnahúsi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um strok úr sóttvarnahúsi. Um var að ræða einstakling sem átti að vera í sóttkví en hann fannst skömmu síðar og var fylgt aftur í sóttvarnahús.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við íslenska stúlku sem hvetur alla til að fara í bólusetningu þó hún hafi misst alla tilfinningu fyrir neðan mitti eftir að hafa fengið örvunarskammt. Hún ætlar sér ekki að sækjast eftir bótum og segir lækna halda því fram að þetta ástand sé tímabundið.

Sjá næstu 50 fréttir