Fleiri fréttir

„Lengi lifi byltingin, sem byrjar í hjarta sérhvers manns“

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi Pírati, segist ekki hafa gengið í Sósíalistaflokkinn til að gefa kost á sér til þingsetu í aðdraganda kosninga. Hún segist þvert á móti vilja taka þátt í að móta framtíðina í fylkingu fólks sem sé ekki „fast í viðjum kjörtímabila“ og vakni bara til lífs þegar kosningar eru í vændum.

Víðast væta en kaldast á Austur­landi

Í dag má búast við hægum vindi eða hafgolu og að mestu skýjuðu á landinu öllu. Mestar líkur á sólarglætu eru á norðaustanverðu landinu. Sums staðar má búast við dálítilli vætu, sérstaklega á Vesturlandi en síðdegis munu myndast skúrir víða.

Hyggjast skima 11 milljónir íbúa Wuhan í kjölfar sjö smita

Yfirvöld í Wuhan í Kína ætla að skima alla íbúa borgarinnar fyrir kórónuveirunni eftir að sjö manns greindust þar. BBC fréttastofan segir það vera fyrstu tilfellin sem greinst hafi í Wuhan í rúmt ár en veiran greindist fyrst þar í heiminum seint á árinu 2019.

Ónæmisörvun kennara og skólastarfsmanna hefst í dag

Kennsla í leikskólum hefst víða í dag eftir hefðbundna sumarlokun í júlímánuði og þá hefst jafnframt í dag seinni bólusetning kennara og starfsmanna skóla sem fengu bóluefnið frá Janssen á vordögum.

Rúðubrot og ölvunarakstur á rafmagnshlaupahjóli

Laust fyrir miðnætti í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um rúðubrot í skóla í Vesturbænum. Í ljós kom að búið var að mölva rúður í mörgum gluggum.

Hinsegin dagar hefjast á morgun

Hinsegin dagar 2021 hefjast með málningu hinsegin fánalita á Ingólfsstræti, milli Laugavegar og Hverfisgötu klukkan 12 á morgun, þriðjudag. Málun regnboga er hefðbundið upphaf Hinsegin daga í Reykjavík. Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri.

Oddaverjar virðast hafa grafið gríðarstóra hella fyrir bústofninn

Hellir sem fornleifafræðingar rannsaka núna í Odda á Rangárvöllum var í notkun á tíma Sæmundar fróða og er elsta staðfesta dæmi um manngerðan helli á Íslandi. Gríðarleg stærð hans vekur athygli og bendir til að Oddaverjar hafi staðið fyrir miklum búrekstri.

Spilar golf með vinstri en er rétthent

Kylfingar standa orðlausir þegar þeir sjá Alexöndru Eir Grétarsdóttur frá Stokkseyri spila á völlum landsins því hún slær höggin sín með vinstri hendi þrátt fyrir að vera rétthent.

Kalla starfs­fólk úr sumar­leyfum vegna á­lags og opna nýja Co­vid-deild

Einn liggur í öndunarvél á Landspítalanum vegna Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem sjúklingur hefur þurft á slíkri aðstoð að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins. Unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á spítalanum og hefur þurft að kalla starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags.

Rútuslys í Biskupstungum

Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni.

Tveir litlir pönduhúnar komu í heiminn í nótt

Risapandan Huan Huan fæddi tvíbura í Beauval dýragarðinum í París laust eftir klukkan eitt í nótt. Húnarnir vógu 129 og 149 grömm og heilsast báðum vel. Móðirin tók bleiku ungana sína strax í fangið og þreif þá áður en hún leyfði starfsfólki að hlúa að þeim.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar segjum við frá því að unnið er að opnun nýrrar Covid-deildar á Landspítalanum, en kalla hefur þurft út starfsfólk úr sumarleyfum vegna álags.

Rannsaka andlát mannsins sem lést eftir handtöku

Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á andláti karlmanns eftir handtöku í austurbæ Reykjavíkur í gær. Skýrslutökur fóru fram í dag auk þess sem læknisfræðileg rannsókn fer fram í vikunni.

Einn í öndunarvél með Covid-19

Tveir sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19. Annar þeirra var settur í öndunarvél í gær. Fimm voru lagðir inn með sjúkdóminn síðasta sólarhring.

Tsi­ma­nou­ska­ya komin með land­vistar­leyfi í Pól­landi

Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum.

Átta hundruð nýjar íbúðir byggðar í Vogunum

Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjunum því þar eru að hefjast framkvæmdir við byggingu á átta hundruð nýjum íbúðum. Íbúar sveitarfélagsins í dag eru um þrettán hundruð.

Tvöfalt fleiri reyndust smitaðir í Herjólfi

Þrjátíu ferðamenn eru komnir í farsóttahús eftir að hafa greinst með kórónuveiruna um borð í Herjólfi. Hópurinn hafði áður gert tilraun til að ferðast til Vestmannaeyja en kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna.

Fjölga starfsfólki í vikunni vegna álags

Álag er á starfsfólki sýnatökuhússins við Suðurlandsbraut, en langar raðir í sýnatöku virðast nú daglegt brauð. Verkefnastjóri skimana segir að von sé á fleira starfsfólki í næstu viku.

67 greindust smitaðir innanlands

Að minnsta kosti 67 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 36 utan sóttkvíar og 31 í sóttkví við greiningu.

Þung­búið yfir landinu næstu daga

Þungbúið verður yfir landinu næstu daga, hægir vindar og rigning víða. Ólíklegt er að nokkuð sjáist til sólar en þá helst fyrir austan ef hún lætur sjá sig.

Vonar að kindurnar í dalnum jarmi undir með sér

Brekkusöngur á Þjóðhátíð fer fram í fyrsta sinn fyrir tómri brekkunni í kvöld. Hátt í sextíu manns hafa unnið að uppsetningu enda var ákveðið að bjóða upp á dagskrá í fullri stærð og svo getur fólk keypt sér aðgang að streymi.

Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim

Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunnin innanlands í gær þegar færri sýni voru tekin en dagana á undan. Samkomutakmörkunum er mótmælt víða um heim og fóru fjölmenn mótmæli fram í Ísrael í dag. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

YouTu­be setur Sky News í Ástralíu í bann

Efnisveitan YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann. Efnisveitan segir fréttastofuna hafa brotið hegðunarreglur með því að breiða út rangar upplýsingar um Covid-19.

Lést í haldi lögreglu í nótt

Maður í geðrofsástandi sem var handtekinn fyrir utan áfangaheimilið Draumasetrið lést í haldi lögreglu í nótt.

Nýtt farsóttarhús opnað í dag

Nýtt farsóttarhús verið tekið í gagnið í dag þar sem hin eru yfirfull. Um er að ræða Hótel Storm í Þórunnartúni.

Starfs­maður á Grund greindist smitaður

Starfs­maður á hjúkrunar­heimili Grundar við Hring­braut greindist já­kvæður fyrir Co­vid-19 í gær­kvöldi. Hann vinnur á deildunum Litlu Grund og Minni Grund.

Sjá næstu 50 fréttir