Fleiri fréttir

Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar

Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um afar umdeild ummæli sem varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lét falla í tengslum við skotárás sem gerð var á bíl borgarstjóra á dögunum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst fara fram á að oddviti flokksins taki málið upp á fundi forsætisnefndar í dag.

Fólk á tíræðisaldri boðað í bólusetningu

Þriðjudaginn 2. febrúar mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu 90 ára og eldri, þ.e. fæddir 1931 eða fyrr, COVID-19 bólusetningu á Suðurlandsbraut 34. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni.

Eldur í bíl á Akranesi

Slökkviliðið á Akranesi var kallað út um klukkan hálf níu í morgun vegna þess að kviknað hafði í vélarhúddi fólksbíls í bænum. Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri segir að eldur virðist hafa kviknað þegar bílstjóri ræsti bílinn.

Bólu­efni AstraZene­ca gæti fengið markaðs­leyfi í Evrópu í dag

Bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 gæti fengið skilyrt markaðsleyfi í Evrópu í dag. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun funda um bóluefnið í dag og ætti niðurstaða varðandi leyfið að liggja fyrir eftir þann fund.

Allt að 25 stiga frost við Mývatn

Í nótt hefur verið hægur vindur á landinu og víða léttskýjað en við slíkar aðstæður um miðjan vetur sjást oft háar frosttölur.

Um­­ræða um berja­runna muni ekki breyta stefnu borgarinnar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgina seilast of langt inn í einkalíf fólks þegar deiliskipulag og skilmálar kveði á um hvernig íbúar eigi að hafa bakgarðinn sinn. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að Sjálfstæðismenn hafi átt að gera athugasemdir áður en fulltrúar flokksins samþykktu umrætt deiliskipulag.

Hyundai birtir fyrstu myndir af sportlegum Tucson N Line

Á dögunum kynnti Hyundai á Íslandi nýjan og gjörbreyttan Tucson; fjórðu kynslóð þessa vinsæla sportjepplings, sem er mest seldi bíll framleiðandans á Evrópumarkaði. Nýi bíllinn er mikið breyttur í útliti bæði að utan og innan. Auk þess sem öryggis- og þægindabúnaður hefur verið uppfærður. Í vor kynnir Hyundai Motor svo formlega sportlega N Line útgáfu Tucson á 19“ felgum og birti framleiðandinn fyrstu tvær myndirnar af bílnum í síðustu viku.

Stúdentar þurfa að flytja með mánaðar­fyrir­vara og gætu þurft að greiða hærri leigu

Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum Vetrargarða, við Eggertsgötu 6-8, með tölvupósti í dag að hafist yrði handa við framkvæmdir á húsnæðinu í byrjun mars. Hluti íbúa mun þurfa að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar og mun fá íbúðir á vegum FS við Skógarveg í Fossvogi á meðan á framkvæmdunum stendur. Sumir munu þurfa að flytja í stærri og dýrari íbúðir og munu þeir þurfa að greiða fulla leigu af þeim sem íbúar gagnrýna.

Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn

Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel.

Fregnir af hvarfi konu orðum auknar

Erlend kona, sem lýst var eftir á samfélagsmiðlum í dag, er heil á húfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á tíunda tímanum í kvöld. Lögregla segir fregnir af hvarfi konunnar orðum auknar.

Framlengja harðar aðgerðir út febrúar

Dönsk stjórnvöld tilkynntu á blaðamannafundi síðdegis að sóttvarnareglur, sem verið hafa í gildi í janúar og þykja nokkuð íþyngjandi, muni áfram gilda til 28. febrúar.

Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst.

Lífið orðið eins og það var fyrir Covid

Íslensk kona á Nýja-Sjálandi segir að lífið þar í landi sé orðið eins og það var fyrir Covid. Myndir af stærðarinnar tónleikum hafa vakið heimsathygli og efnahagslífið nær viðspyrnu þrátt fyrir lokun landamæranna.

Landspítalinn tekur mál Þórdísar til skoðunar

Landspítalinn mun taka mál Þórdísar Brynjólfsdóttur, sem komst að því í gær að beiðni fyrir brjóstnámsaðgerð hennar hafði ekki verið gefin út, til skoðunar. Málið sé tekið mjög alvarlega. Þetta kemur fram í skriflegu svari Stefán Hrafns Hagalín, samskiptafulltrúa Landspítala, við fyrirspurn fréttastofu.

Albertína á von á sínu fyrsta barni og hættir á þingi

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar hyggst ekki gefa kost á sér til að taka sæti ofarlega á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Hún hyggst einbeita sér að nýju verkefni; fyrsta barni hennar og eiginmannsins.

Landsnet getur skert tekjur Orkuveitunnar af raforkusölu til Norðuráls

Landsnet getur skert tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af þeirri raforku sem hún selur í tvíhliða samningi til Norðuráls með því að hækka gjaldskrá sína. En opinberun á raforkusamningi Orkuveitunnar við Norðurál leiðir í ljós að hún tekur flutningskostnað orkunnar á sig.

Mikill við­búnaður vegna elds í Fells­múla

Lið frá öllum slökkviliðsstöðvum höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kvöldmatarleytið vegna elds í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. Eldur kviknaði í íbúð í húsinu en húsráðendur komust sjálfir út. Slökkvistarfi lauk á áttunda tímanum.

Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra

Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Borgarstjóra er brugðið eftir að skotið var á bíl hans. Hann segir þetta höggva nærri heimili sínu þar sem þeir búa sem honum eru kærastir. Við ræðum við hann í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Myrti sex fjöl­skyldu­með­limi í heima­húsi

Sautján ára gamall drengur hefur verið ákærður fyrir morð eftir að hann skaut föður sinn, stjúpmóður, tvo ættingja sína á unglingsaldri og nítján ára gamla, þungaða konu til bana. Morðin voru framin á heimili þeirra á sunnudaginn í Indianapolis í Bandaríkjunum.

Senegölsku systurnar fá ríkisborgararétt

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að senegölsku systurnar Elodie Marie og Régine Marthe Ndiaye fái ríkisborgararétt. Til stóð að vísa stúlkunum og foreldrum þeirra úr landi í haust eftir næstum sjö ára dvöl.

Lögregla leitar tveggja manna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af mönnunum sem sjást á meðfylgjandi mynd vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Mennirnir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.

Sérfræðingar WHO þurfa samstarf yfirvalda í Wuhan

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem sendir voru til Kína til að rannsaka uppruna faraldurs nýju kórónuveirunnar og það hvernig hún barst fyrst í menn, hafa lokið tveggja vikna sóttkví þeirra.

Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar

Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans.

Lýsa yfir óvissustigi vegna krapastíflu og flóðahættu

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra, hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum, á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.

Sjá næstu 50 fréttir