Fleiri fréttir

Sóttvarnalög verði endurskoðuð

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur falið starfshópi að semja drög að frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum.

Stjórn­mála­menn með yfir­lýsingar um af­skipta­leysi hafi síst hjálpað

Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi.

Lucie Samcová Hall Allen New EU-Ambassador To Iceland

Lucie Samcová-Hall Allen has been appointed the new Ambassador of the European Union to Iceland. Lucie Samcová is from Prague... The post Lucie Samcová Hall Allen New EU-Ambassador To Iceland appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Kuldamet líklega slegið á Þingvöllum í nótt

Líklegt er að kuldamet í september hafi verið slegið á Þingvöllum þegar hitamælir í þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum sýndi -9,5°C frost í nótt. Veðurfræðingur segir að heiðríkja og þurrt loft í háloftunum hafi stuðlað að kuldanum.

Sætaskylda innleidd á öllum vínveitingastöðum

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis sem felur í sér að öllum vínveitingastöðum verði skylt að hafa sæti fyrir alla gesti sína og tryggja að gestir séu að jafnaði í sætum eins og almennt tíðkast á veitingahúsum og kaffihúsum.

Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi.

Gæti orðið frjáls ferða sinna

Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. 

Ginsburg fyrsta konan á viðhafnarbörum í þinghúsinu

Opinber minningarathöfn um Ruth Bader Ginsburg, bandaríska hæstaréttardómaranna sem andaðist á föstudag, fer fram í Washington-borg í dag. Ginsburg er fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að liggja á viðhafnarbörum í bandaríska þinghúsinu.

Living Art Museum Calls For More Diversity In Icelandic Arts

With the Black Lives Matter movement sending shockwaves around the globe in recent months, and the spotlight being shone on... The post Living Art Museum Calls For More Diversity In Icelandic Arts appeared first on The Reykjavik Grapevine.

Leggja til sex mánaða fæðingarorlof fyrir hvort foreldri

Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni.

Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg

Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust.

Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi

Fjórar konur og einn karlmaður hafa verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns og veist að honum með ofbeldi þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Grófu ofbeldi er lýst í ákærunni. 

Áfram mótmælt í Louisville

Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð.

Fresta kjötkveðjuhátíðinni í Rio

Kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro sem halda átti í febrúar á næsta ári hefur nú verið frestað í ljósi kórónuveirufaraldursins.

Nýr Volkswagen ID.4 rafdrifinn fjölskyldubíll heimfrumsýndur

Volkswagen kynnir ID.4 sem var nýlega frumsýndur á stafrænni frumsýningu á heimsvísu. Þetta er fyrsti alrafknúni sportjeppinn sem rúmar alla fjölskylduna frá Volkswagen. Hann er útblásturslaus og framleiddur með kolefnishlutlausu ferli.

Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin

Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar.

Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum

Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir