Kína segist hafa fengið grænt ljós fyrir bóluefni í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 10:30 A worker works inside a lab at the SinoVac vaccine factory in Beijing on Thursday, Sept. 24, 2020. SinoVac, one of China's pharmaceutical companies behind a leading COVID-19 vaccine candidate says its vaccine will be ready by early 2021 for distribution worldwide, including the U.S. (AP Photo/Ng Han Guan) AP/Ng Han Guan Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. Bóluefnið var gefið hundruð þúsundum manns sem voru taldir gegna mikilvægum störfum eða vera viðkvæmir fyrir veirunni í sumar. Zheng Zhongwei, fulltrúi heilbrigðisnefndar Kína, segir að neyðaráætlun þarlendra stjórnvalda hafi verið hrint í framkvæmd í júlí eftir samskipti við WHO í síðari hluta júní. Hann fullyrðir að áætlunin hafi notið „stuðnings og skilnings“ fulltrúa WHO í Kína. Að minnsta kosti þrjú bóluefni í þróun voru samþykkt til notkunar á grundvelli neyðaráætlunar stjórnvalda í Beijing í sumar en þau eru öll á lokastigum tilrauna erlendis. Reuters-fréttastofan segir að kínversk stjórnvöld hafi ekki gert frekari upplýsingar um neyðaráætlun sína opinberar. Ekki hafi náðst í talsmann WHO í Kína. Yin Weidong, forstjóri kínverska lyfjafyrirtækisins Synovac, heldur því fram að bóluefnið sem fyrirtækir vinnur að og er eitt þeirra sem var samþykkt til neyðarnotkunar í Kína verði tilbúið til dreifingar á heimsvísu í byrjun næsta árs ef það gefur góða raun í síðasta hluta tilrauna í mönnum sem nú standa yfir. Yin Weidong, forstjóri Sinovac, var kampakátur þegar hann sýndi fréttamönnum verksmiðju fyrirtækisins í Beijing í gær.AP/Ng Han Guan „Markmið okkar er að skaffa heiminum bóluefninu, þar á meðal Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Yin. Kínversk bóluefni hafa átt erfitt uppdráttar vegna stífra reglna á vesturlöndum en Yin segir að þær verði engin fyrirstaða nú. „Við erum fullviss um að rannsóknir okkar á bóluefni gegn Covid-19 standist kröfur í Bandaríkjunum og í Evrópusambandslöndum,“ segir forstjórinn. Kína Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) gaf kínverskum stjórnvöldum grænt ljós á að byrja að nota frumgerð af bóluefni við nýju afbrigði kórónuveirunnar þrátt fyrir að tilraunum með það væri enn ekki lokið í sumar. Bóluefnið var gefið hundruð þúsundum manns sem voru taldir gegna mikilvægum störfum eða vera viðkvæmir fyrir veirunni í sumar. Zheng Zhongwei, fulltrúi heilbrigðisnefndar Kína, segir að neyðaráætlun þarlendra stjórnvalda hafi verið hrint í framkvæmd í júlí eftir samskipti við WHO í síðari hluta júní. Hann fullyrðir að áætlunin hafi notið „stuðnings og skilnings“ fulltrúa WHO í Kína. Að minnsta kosti þrjú bóluefni í þróun voru samþykkt til notkunar á grundvelli neyðaráætlunar stjórnvalda í Beijing í sumar en þau eru öll á lokastigum tilrauna erlendis. Reuters-fréttastofan segir að kínversk stjórnvöld hafi ekki gert frekari upplýsingar um neyðaráætlun sína opinberar. Ekki hafi náðst í talsmann WHO í Kína. Yin Weidong, forstjóri kínverska lyfjafyrirtækisins Synovac, heldur því fram að bóluefnið sem fyrirtækir vinnur að og er eitt þeirra sem var samþykkt til neyðarnotkunar í Kína verði tilbúið til dreifingar á heimsvísu í byrjun næsta árs ef það gefur góða raun í síðasta hluta tilrauna í mönnum sem nú standa yfir. Yin Weidong, forstjóri Sinovac, var kampakátur þegar hann sýndi fréttamönnum verksmiðju fyrirtækisins í Beijing í gær.AP/Ng Han Guan „Markmið okkar er að skaffa heiminum bóluefninu, þar á meðal Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum,“ hefur AP-fréttastofan eftir Yin. Kínversk bóluefni hafa átt erfitt uppdráttar vegna stífra reglna á vesturlöndum en Yin segir að þær verði engin fyrirstaða nú. „Við erum fullviss um að rannsóknir okkar á bóluefni gegn Covid-19 standist kröfur í Bandaríkjunum og í Evrópusambandslöndum,“ segir forstjórinn.
Kína Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira