Fleiri fréttir

Gul viðvörun enn í gildi víða

Gul veðurviðvörun stendur nú enn yfir og gildir hún á mestöllu norðurlandi, Vestfjörðum, sunnanverðu Snæfellsnesi og Suðausturlandi. 

Kölluðu Trump „vælu­kjóa“

Joe Biden kom fram á blaðamannafundi í nótt með Kamölu Harris, varaforsetaefni sínu, í fyrsta sinn síðan hann tilkynnti um valið á Harris.

Reyndu að flýja lögregluna eftir eftirför

Eftirför fór fram á sjötta tímanum í gærkvöldi þegar lögreglumenn ætluðu að stöðva ökutæki í Árbænum. Eftirförin varð ekki löng og var bifreiðin stöðvuð þar sem ökumaður og farþegi reyndu að hlaupa af vettvangi.

Marteinn Jónsson nýr framkvæmdastjóri Veltis

Marteinn Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Veltis – Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar. Marteinn er viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og hefur lengst af starfað hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki sem framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustusviðs.

Bannaði lögregluþjónum sínum að vera með grímur

Billy Woods, fógeti Marionsýslu í Flórída í Bandaríkjunum, bannaði í gær lögregluþjónum sínum að bera grímur við störf sín. Hann bannaði sömuleiðis öllum þeim sem koma á lögreglustöð hans að vera með grímur.

Vilja rannsaka hegðun sendiherrans frekar

Robert Wood Johnson, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hefur hagað sér með móðgandi hætti gagnvart starfsfólki sendiráðsins. Þetta kemur fram í skýrslu innri endurskoðenda Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sem segir þó að þörf sé að ítarlegri rannsókn á hegðun sendiherrans.

Vonir bundnar við nýtt alzheimer-lyf sem nú er í þróun

Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir.

Treystir ekki RÚV og segir enga skýrslu vera til

Þorsteinn Már Baldvinsson segir Verðlagsstofu hafa staðfest að engin skýrsla hafi verið unnin um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011. Verðlagsstofa staðfesti þó að starfsmaður stofnunarinnar hafi tekið saman slíkar upplýsingar

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá rýmkun á tveggja metra reglunni í framhalds- og háskólum og ákvörðun Norðmanna að setja Ísland á rauðan lista. Nú þarf fólk sem kemur til Noregs frá Íslandi að fara í tíu daga sóttkví.

Verðlagsstofan segist ekki hafa skrifað sérstaka skýrslu en tekið saman Excel-skjal

Verðlagsstofa skiptaverðs segist ekki hafa gert sérstaka skýrslu um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011, hins vegar hafi starfsmaður stofnunarinnar tekið saman upplýsingar um slíkan útflutning og sent úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna í byrjun árs 2012, án þess að efnislegt mat hafi verið lagt á þær upplýsingar

Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja

Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan.

Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna

Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví.

Alvarlegt lestarslys í Skotlandi

Mikill viðbúnaður er nú nærri Stonehaven í Aberdeen-skírí Skotlands þar sem farþegalest virðist hafa farið af spornum. Fyrstu fregnir benda til þess að alvarleg slys sé um að ræða.

Hver er þessi Kamala?

Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum.

Gul viðvörun víða á landinu

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun víða um land, en spáð er miklu hvassviðri í kvöld og í nótt og sums staðar fram á föstudag.

Fjórir greindust innanlands

Fjórir greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum

Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga.

Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur

Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta.

Einum veitingastað lokað tímabundið

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lokaði í gærkvöldi einum veitingastað vegna brota á tilmælum um sóttvarnir og tveggja metra reglu.

Villtist í þoku á Helgafelli

Björgunarsveitir í Garðabæ og Hafnarfirði voru kallaðar úr rétt fyrir klukkan eitt í nótt vegna karlmanns sem hafði villst í þoku á Helgafelli ofan við Hafnarfjörð.

Sjá næstu 50 fréttir