Fleiri fréttir

Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur brugðist reiður við fregnum um fjölmargar skógarelda á Amasonsvæðinu og segir þær vera „lygar“. Jafnvel þó fregnirnar byggi að miklu leiti á opinberum gögnum hans eigin ríkisstjórnar, sem segja þúsundir skógarelda loga í landinu.

Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna

Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð.

Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað

Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar.

María Fjóla nýr forstjóri Hrafnistu

Hjúkrunarfræðingurinn María Fjóla Harðardóttir var í dag ráðin forstjóri Hrafnistuheimilanna frá og með 1. september næstkomandi.

„Þetta er ekkert Davíð og Golíat“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir þáttagerð fyrirtækisins vera til þess fallna að „upplýsa um vinnubrögð hjá starfsmanni RÚV“.

Ístak með lægra boðið í breikkun á Kjalarnesi

Aðeins tvö tilboð bárust í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes en þau voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Lægra boðið, upp á 2.305 milljónir króna, átti Ístak, og var það fjórum prósentum yfir kostnaðaráætlun.

Fordæmir vinnubrögð Samherja

Fréttastjóri RÚV fordæmir ásakanir Samherja um að fréttamaður stofnunarinnar hafi falsað gögn í umfjöllun um fyrirtækið. Sjaldan eða aldrei hafi verið seilst svo langt í að skjóta sendiboðann.

Dætur Lewis höfða mál gegn Carole Baskin

Fjölskylda Don Lewis, sem hvarf árið 1997, hefur höfðað mál gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Carole Baskin. Fjölskyldan hefur einnig boðið hundrað þúsund dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvað kom fyrir Lewis.

Rannsaka langvarandi afleiðingar af Covid-19

Vísbendingar eru um að einn af hverjum fjórum sem fá Covid-19 stríði við langvarandi veikindi. Íslenskir covid-sjúklingar hafa verið beðnir að taka þátt í rannsókn á áhrifum sjúkdómsins

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Þórólf Guðnason og Kára Stefánsson um tillögur um aðgerðir vegna kórónuveirunnar. Þórólfur vill hert eftirlit á landamærunum og tilslökunum innanlands.

Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa

Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi.

Tilslakanir í kortunum

Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert.

Búið að af­lýsa Akur­eyrar­vöku

Það verður engin Akureyrarvaka í ár. Er það ákvörðun Akureyrarbæjar að aflýsa Akureyrarvöku sem að þessu sinni var fyrirhuguð á afmæli bæjarins þann 29. ágúst.

Á­höfn TF-SIF kom auga á bát með tæpt tonn af hassi

Spænska lögreglan handtók á dögunum fjóra og gerði 963 kíló af hassi upptæk eftir að áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar kom auga á hraðbát með torkennilegan varning um borð við landamæraeftirlit á vestanverðu Miðjarðarhafi.

Svona var 101. upplýsingafundur almannavarna

Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni.

Hver er þessi Kamala?

Öldungadeildarþingmaðurinn Kamala Harris er varaforsetaefni Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Valið á henni sem varaforsetaefni er sögulegt af ýmsum ástæðum.

Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga

„Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi.

Sjá næstu 50 fréttir