Fleiri fréttir

Útgöngubann í Leicester vegna fjölgunar smita

Bresk stjórnvöld hafa komið á ströngu útgöngubanni í Leicester eftir að nýjum kórónuveirusmitum fjölgaði verulega. Undanfarna viku hafa þrefalt fleiri smitast í borginni en í nokkurri annarri borg á Bretlandi og um 10% allra smita sem greinast á Bretlandi eru þar.

Við refsum (ekki) veiku fólki

Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt.

Trump fékk skýrslu um rússneska verðlaunaféð í febrúar

Upplýsingar um að bandaríska leyniþjónustan teldi að Rússar hefðu heitið talibönum verðlaunum til höfuðs bandarískum hermönnum í Afganistan var að finna í daglegri skýrslu til Donalds Trump forseta seint í febrúar. Trump og Hvíta húsið hafa haldið því fram að hann hafi ekkert vitað um málið.

Tvö smit greindust

Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, annar við landamæraskimun og hinn hjá Íslenskri erfðagreiningu, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is.

Efnislega sammála um afglæpavæðingu en „vanda þyrfti mjög til verks“

Tillaga Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, sem felld var á síðasta þingfundi sumarsins í nótt, hefði mátt vera í meira samhengi við aðrar aðgerðir og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tillagan hefði þurft að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hafi verið betur undirbúið.

Bótakröfu manns sem slasaðist við björgun á slysstað hafnað

Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að greiða karlmanni sem slasaðist við að draga við að draga ökumann sem lenti í bílslysi frá bifreiðinni bætur úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær.

Formúlu 1 tímabilið hefst 3. júlí

Kappakstursáhugafólk getur loksins farið að hlakka til. Formúla 1 hefst í næstu viku. Formúlan verður eingöngu sýnd hérlendis á Viaplay, með íslenskum lýsendum. Fyrsta keppnin, verður Austurríkiskappaksturinn á Red Bull brautinni 3.–5 júlí.

Bakarí Kristínar brann til grunna

Bakarí í eigu Kristínar Báru Haraldsdóttur og Adrian Cowen í Kambódíu brann til kaldra kola þann 11. júní síðastliðinn.

Belgíu­­konungur harmar ný­­lendu­­tíma landsins

Filippus Belgíukonungur segist harma nýlendutíma ríkisins sem hann segir „valda sársauka enn þann dag í dag“. Þetta kemur fram í bréfi Belgíukonungs til Felix Tshisekedi, forseta Lýðveldisins Kongó.

Eld­varnataskan komin í leitirnar

Eldvarnataskan, sem stolin var eftir að brotist hafði verið inn í bíl slökkviliðsmanns á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt, er komin í leitirnar.

Tekur mál Magnúsar til um­fjöllunar

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fallist á að taka kæru Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, til efnislegrar meðferðar. Snýr kæran að hæfi dómara í Markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings.

Umdeild öryggislög samþykkt í Kína

Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Átján stiga hiti í dag

Austfirðingar mega búa sig undir að sjá lítið til sólar í vikunni ef marka má spákort Veðurstofunnar.

Sleginn með áhaldi á Granda

Maður var fluttur á bráðadeild í nótt eftir að hafa orðið fyrir árás á Granda í vesturbæ Reykjavíkur.

Áfram refsað fyrir vörslu fíkniefna

Frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna var fellt á síðasta þingfundi sumarsins, sem lauk á þriðja tímanum í nótt.

Gefa lítið fyrir handtökuskipunina

Hvorki Interpol né Bandaríkjastjórn gefa mikið fyrir handtökutilskipun sem írönsk stjórnvöld gáfu út á hendur Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og 35 öðrum vegna dauða hershöfðingjans Qasem Soleimani í byrjun árs.

Indverjar banna TikTok og fleiri kínversk forrit

Eftir átök milli hersveita á landamærum Kína og Indlands hefur indverska ríkisstjórnin gripið til þess ráðs að banna yfir fimmtíu kínversk smáforrit í landinu þar sem að þau gætu stofnað öryggi og fullveldi Indlands í hættu.

Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endugreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Beðið verður með frekari afléttingu takmarkana vegna kórónuveirunnar eftir að nýtt innanlandssmit greindist í gær.

Losun frá flugi dróst saman um meira en þriðjung

Meira en þriðjungs samdráttur varð í losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegunda á milli ára eftir fall Wow air. Losun frá flugi jókst svo mikið á tímabilinu á undan að hún er enn svipuð og árið 2015 þrátt fyrir brotthvarf eins stærsta flugrekandans.

Andstæðingar þungunarrofs biðu ósigur fyrir hæstarétti

Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi lög sem sett voru í Louisiana og þrengdu verulega að möguleikum kvenna á þungunarrofi í dag. Hefðu lögin fengið að standa hefði aðeins ein heilbrigðisstofnun sem býður upp á þungunarrof verið eftir í ríkinu.

Áhyggjuefni hversu mikið almenningur hefur slakað á smitvörnum

Almenningur hefur slakað mjög á smitvörnum og er það áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Áskorun væri fyrir yfirvöld að koma skilaboðum sínum á framfæri þar sem fólk væri síður móttækilegt fyrir þeim nú en í byrjun faraldursins í mars.

Sjá næstu 50 fréttir