Efnislega sammála um afglæpavæðingu en „vanda þyrfti mjög til verks“ Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2020 11:03 Bjarni Benediktsson lagðist gegn frumvarpi Pírata í nótt. Vísir/Vilhelm Tillaga Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, sem felld var á síðasta þingfundi sumarsins í nótt, hefði mátt vera í meira samhengi við aðrar aðgerðir og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tillagan hefði þurft að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hafi verið betur undirbúið. Frumvarp Pírata var fellt með 28 atkvæðum meirihlutans og Miðflokksins gegn átján atkvæðum stjórnarandstöðuflokka. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið en voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist þó vera efnislega sammála frumvarpinu og kvaðst ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagðist gegn frumvarpinu en Bjarni ræddi við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég lagðist nú gegn þessu því mér finnst þetta vera tillaga sem að þyrfti að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hefur verið betur undirbúið. Við töluðum nú þannig um þetta mál að þetta ætti sér rætur í skýrslu sem Kristján Þór lét gera á sínum tíma sem heilbrigðisráðherra,“ sagði Bjarni. Á þingfundinum tölu stjórnarþingmenn sem felldu frumvarpið að það væri mikilvægt en frumvarpið væri ófullnægjandi en í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna er gert ráð fyrir því að horfið verði af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Það er sannarlega rétt að það er oft og tíðum það besta sem við gerum að taka utan um fólk frekar en að refsa því. Það verður samt sem áður að vera eitthvað samhengi í okkar aðgerðum bæði í refsi- og réttarvörslukerfinu og síðan þarf það að spila saman við heilbrigðiskerfið. Það er mín skoðun,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó, rétt eins og dómsmálaráðherra vera sammála frumvarpinu í „prinsippinu.“ „Við erum komin með sannanir þess að í sumum tilvikum er okkar aðferðarfræði við að taka á svona málum ekki að skila þeim árangri sem við vorum að vonast til. Þetta eru flókin mál og þegar að menn draga úr refsingum fyrir að vera með ólögleg fíkniefni er stutt í að menn reyni að nýta sér einhverjar glufur þegar efnið verður „löglegt“ við einhverjar tilteknar aðstæður. Í lagi að vera með það á sér en bannað að selja það, bannað að flytja til landsins. Þetta eru ofboðslega viðkvæm mál en við vorum þeirrar skoðunar að það þyrfti að vanda mjög vel til verks ef menn ætluðu að hreyfa eitthvað við þessu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Bítinu á Bylgjunni í dag. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Bítið Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Tillaga Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna, sem felld var á síðasta þingfundi sumarsins í nótt, hefði mátt vera í meira samhengi við aðrar aðgerðir og segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tillagan hefði þurft að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hafi verið betur undirbúið. Frumvarp Pírata var fellt með 28 atkvæðum meirihlutans og Miðflokksins gegn átján atkvæðum stjórnarandstöðuflokka. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið en voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagðist þó vera efnislega sammála frumvarpinu og kvaðst ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagðist gegn frumvarpinu en Bjarni ræddi við Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég lagðist nú gegn þessu því mér finnst þetta vera tillaga sem að þyrfti að koma innan úr stjórnkerfinu þar sem málið hefur verið betur undirbúið. Við töluðum nú þannig um þetta mál að þetta ætti sér rætur í skýrslu sem Kristján Þór lét gera á sínum tíma sem heilbrigðisráðherra,“ sagði Bjarni. Á þingfundinum tölu stjórnarþingmenn sem felldu frumvarpið að það væri mikilvægt en frumvarpið væri ófullnægjandi en í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna er gert ráð fyrir því að horfið verði af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Það er sannarlega rétt að það er oft og tíðum það besta sem við gerum að taka utan um fólk frekar en að refsa því. Það verður samt sem áður að vera eitthvað samhengi í okkar aðgerðum bæði í refsi- og réttarvörslukerfinu og síðan þarf það að spila saman við heilbrigðiskerfið. Það er mín skoðun,“ sagði Bjarni sem kvaðst þó, rétt eins og dómsmálaráðherra vera sammála frumvarpinu í „prinsippinu.“ „Við erum komin með sannanir þess að í sumum tilvikum er okkar aðferðarfræði við að taka á svona málum ekki að skila þeim árangri sem við vorum að vonast til. Þetta eru flókin mál og þegar að menn draga úr refsingum fyrir að vera með ólögleg fíkniefni er stutt í að menn reyni að nýta sér einhverjar glufur þegar efnið verður „löglegt“ við einhverjar tilteknar aðstæður. Í lagi að vera með það á sér en bannað að selja það, bannað að flytja til landsins. Þetta eru ofboðslega viðkvæm mál en við vorum þeirrar skoðunar að það þyrfti að vanda mjög vel til verks ef menn ætluðu að hreyfa eitthvað við þessu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Bítinu á Bylgjunni í dag.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkn Bítið Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira