Fleiri fréttir

Búa sig undir nýja tveggja metra reglu

Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti.

Segir ekkert réttlæti fólgið í arfgreiðslum eigenda Samherja

„Við erum ennþá ekki búin að vinna úr málinu sem kom upp í Namibíu sem tengist Samherjaskjölunum. Það mál er enn á borði saksóknara. Það voru ákveðin vonbrigði að mínu viti að frumvarp sjávarútvegsráðherra um tengda aðila í sjávarútvegi að því var frestað fram á haustið,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í Víglínunni í dag.

Leit að skip­verjanum lokið í dag

Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverjanum sem leitað hefur verið í Vopnafirði undanfarna daga er lokið í dag án árangurs.

Millljarða arfur Samherjakynslóðanna og framtíð Íslands í Víglínunni

Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins ræðir stöðuna í viðræðum Icelandair og flugfreyja sem og hugmyndafræðilegan ágreining um framtíð Íslands að loknum kórónuveiru faraldri í Víglínunni. Rósa Björg Brynjólfsdóttir mætir einnig í þáttinn til að ræða stöðu þjóðmála eins og hugmyndir um hernaðaruppbyggingu á Suðurnesjum.

Ekkert smit greinst milli daga

Enginn greindist með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1804.

Segir Ísland með efniviðinn í annan faraldur

Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi.

Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref

Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó.

Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum

Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi.

Ætla sér að prófa nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni

Rannsakendur við Oxford-háskóla á Bretlandi ætla sér að prufa nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni á tíu þúsund manns til þess að komast að því hvort efnið virki. Nú þegar hafa þúsund sjálfboðaliðar fengið sprautu.

„Þau voru ekki bara nöfn á lista“

New York Times birtir í dag lista yfir þúsund einstaklinga sem hafa látist af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum á forsíðu blaðsins. Heildarfjöldi látinna í landinu nálgast hundrað þúsund.

Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag

Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum.

Sjá næstu 50 fréttir