Fleiri fréttir

Ætla sér að prófa nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni

Rannsakendur við Oxford-háskóla á Bretlandi ætla sér að prufa nýtt bóluefni gegn kórónuveirunni á tíu þúsund manns til þess að komast að því hvort efnið virki. Nú þegar hafa þúsund sjálfboðaliðar fengið sprautu.

„Þau voru ekki bara nöfn á lista“

New York Times birtir í dag lista yfir þúsund einstaklinga sem hafa látist af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum á forsíðu blaðsins. Heildarfjöldi látinna í landinu nálgast hundrað þúsund.

Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag

Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum.

Miður þegar mikilvægur slökkvibúnaður er ekki tiltækur

Formaður Félags slökkviliðsstjóra segir það áhyggjuefni að mikilvægur slökkvibúnaður sé ekki tiltækur þegar hans er þörf en svokölluð slökkviskjóla, sem notuð eru við gróðurbruna, voru ekki tiltæk þegar stórt og viðkvæmt svæði brann í Norðurárdal í vikunni.

Fjórfaldur pottur í næstu viku

Enginn var með allar tölur réttar í lottóútdrætti vikunnar og verður því potturinn fjórfaldur í næstu viku.

Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi

Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans.

Féll sex metra við klifur

Laust fyrir klukkan fjögur í dag var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna manns sem hafði fallið sex metra við klifur.

Erfitt fyrir suma að stíga aftur út í samfélagið vegna heilsukvíða

Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu.

97 létust í flugslysinu

Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið.

Aðalfundur Rauða krossins haldinn á átta stöðum

Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi var haldinn í dag. Vegna ástandsins sem ríkt hefur undanfarna mánuði var fundurinn með óvenjulegum hætti en hann var haldinn á átta stöðum á landinu og tengdur saman með aðstoð tækninnar.

Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli

Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi.

Eitt nýtt smit

Eitt smit kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 greindist síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því 1804.

Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu

Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það

Fyrrum ríkisstjóri segir Kína hafa svikið Hong Kong

Chris Patten, sem gegndi embætti ríkisstjóra í Hong Kong á árunum 1992-1997, stýrði Hong Kong áður en að yfirráð voru færð yfir til kínverska yfirvalda eftir 150 ár af breskri stjórn, sagði í viðtali við the Times að Bretar hefðu skyldu til að standa við bakið á Hong Kong.

Sex þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki nýttu hlutabætur

Hið minnsta sex fyrirtæki, sem talin voru þjóðhagslega mikilvæg og fengu undanþágu frá hertu samkomubanni, settu starfsmenn sína á hlutabætur. Listinn yfir fyrirtæki sem settu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur hefur verið birtur, en hann er þó ekki alveg tæmandi

Brúðhjónum bannað að kyssast

Yfirvöld í eyríkinu Sri Lanka hafa aflétt takmörkunum sem settar voru til að berjast gegn faraldri kórónuveirunnar, á meðal afléttinga verður leyft að halda brúðkaup, þó verður kossaflens brúðhjóna bannað í athöfnum.

Leit að skipverjanum frestað vegna veðurs

Leit að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð fiskiskips í Vopnafirði á mánudag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs.

Biden biðst afsökunar á „yfirlætislegum“ ummælum

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali í gær. Þar sagði hann að þeldökkir kjósendur sem íhuguðu að kjósa Donald Trump, núverandi forseta, væru ekki raunverulega þeldökkir.

Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum

Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits.

Herjeppinn sem átti að sigra heiminn

Trúlega eru fáar bifreiðar jafn einkennandi fyrir aldamótaárin eins og hinn tröllvaxni Hummer. Þá mátti gjarnan sjá stórstjörnur á borð við Britney Spears, Tupac, Arnold Schwarzenegger og Harry Kewell keyra um á þessum fokdýra jeppa.

Sjá næstu 50 fréttir