Fleiri fréttir Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum. 21.5.2020 14:14 Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21.5.2020 14:00 Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21.5.2020 13:28 Ekkert smit síðasta sólarhringinn Ekkert smit kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 greindist síðasta sólarhringinn hér á landi. 21.5.2020 13:24 Varar við að ríkari aðildarríki ESB verði látin borga brúsann Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokss Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir Evrópusambandið þurfa að gæta sín að verða ekki „millifærslusamband“ þar sem ríkari aðildarríki eru látin borga brúsann fyrir fátækari aðildarríkin. 21.5.2020 12:47 Ganga fjörur í leit að sjómanninum Leit að sjómanninum sem féll útbyrðis af netabát við Vopnafjarðarhöfn hófst aftur klukkan tíu í morgun. Björgunarsveitir munu ganga fjörur á svæðinu í dag. 21.5.2020 12:18 Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn. 21.5.2020 11:36 Slökkvilið kallað aftur að Hafnarstræti vegna elds Slökkvilið Akureyrar var kallað aftur að húsi við Hafnarstræti á Akureyri í morgun þegar eldur blossaði þar upp á ný. 21.5.2020 11:24 Bíl ekið inn í verslun í Sydney Bíl var ekið inn í verslun sem selur hefðbundnar slæður í Sydney í Ástralíu í dag og slösuðust ellefu manns auk ökumannsins í atvikinu. 21.5.2020 09:49 Fleiri en fimm milljónir staðfestra kórónuveirusmita Staðfest tilfelli kórónuveiru eru nú orðin fleiri en fimm milljónir í heiminum. Meira en ein og hálf milljón tilfella hafa greinst í Bandaríkjunum. 21.5.2020 09:33 Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21.5.2020 09:00 Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21.5.2020 08:30 Einn „besti dagur ársins“ á Norðaustur- og Austurlandi Íbúar Norðaustur- og Austurlands mega búast við að fá „einn besta dag ársins“ hingað til í dag ef spár ganga eftir. 21.5.2020 07:41 Átta grunaðir um akstur undir áhrifum í nótt Fjórir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu í nótt grunaðir um ítrekaðan akstur sviptir ökuréttindum. 21.5.2020 07:20 Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21.5.2020 07:00 Hæstiréttur stöðvar afhendingu Mueller-gagna Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í dag í veg fyrir að þingmenn fengu aðgang að skýrslu Robert Mueller úr Rússarannsókninni svokölluðu og önnur undirliggjandi gögn. 20.5.2020 23:25 Segir að eftirlitsmaðurinn hefði átt að vera rekinn fyrir löngu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins hefði átt að vera rekinn fyrir löngu. 20.5.2020 22:39 Banna át á villtum dýrum í Wuhan Yfirvöld í kínversku borginni Wuhan, hvaðan kórónuveiran sem valdið getur Covid-19 er talin eiga uppruna sinn, hafa nú tekið ákvörðun um að banna neyslu á kjöti villtra dýra í borginni. 20.5.2020 22:16 Aldrei fleiri smit greinst á heimsvísu Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sögðu í dag að á milli daga hafi stofnuninni borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli nýju kórónuveirunnar á heimsvísu. 20.5.2020 21:43 Framdi skotárás eftir að hafa verið beðinn um að vera með grímu Lögreglan í Aurora í Colorado-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið 27 ára mann sem grunaður er um skotárás. 20.5.2020 21:08 Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20.5.2020 21:00 Öflugasti stormurinn í áratugi Fellibylurinn Amphan gekk á land á Indlandi og í Bangladess í dag. Bylurinn olli miklum flóðum og aurskriðum en þetta er öflugasti stormurinn sem herjar á svæðið í rúma tvo áratugi. 20.5.2020 20:00 Fólkið stjórni tækninni en ekki tæknin fólkinu Ráðherrar kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar hvað lítur að stuðningi við tækni, vísindi og nýsköpun í gegnum svokallaða markáætlun á blaðamannafundi í dag. 20.5.2020 20:00 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20.5.2020 19:50 Niðurstöðurnar hafi því miður ekki komið á óvart Í niðurstöðum könnunarinnar sem kynntar voru í gær kemur meðal annars í ljós, að í eða í tengslum við starf sitt á Alþingi, segjast hátt í 38% þingmanna hafa orðið fyrir einelti, 20.5.2020 19:49 Forsætisráðherra hyggst leggja fram auðlindarákvæði næsta haust Forsætisráðherra stefnir á að leggja fram á Alþingi næsta haust ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir náttúru Íslands verði skilgreindar sem þjóðareign. Prófessor í hagfræði segir svívirðulegt að stjórnvöld hafi ekki virt þjóðarvilja og sett auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs í stjórnarskrá. 20.5.2020 19:00 Tveir frambjóðendur hafa skilað meðmælum í öllum kjördæmum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur einu frambjóðendur til forseta sem skilað hafa meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. 20.5.2020 18:37 „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20.5.2020 18:20 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir mikil vonbrigði að lokatilboði félagsins hafi ekki verið tekið og nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20.5.2020 18:00 Epidemiolog przypomina o higienie i walce z wirusem W ciągu ostatnich 24 godzin zdiagnozowano w Islandii jedno nowe zakażenie Covid-19. 20.5.2020 17:59 Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna flóða Um tíu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Michigan-ríki í Bandaríkjunum vegna flóða á svæðinu. 20.5.2020 17:51 Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20.5.2020 16:44 Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20.5.2020 16:37 Telja sig hafa náð mynd af fæðingu reikistjörnu Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. 20.5.2020 16:00 „Miklu, miklu hraðar“ létt á aðgerðum hér Þórólfur Gunason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að landsmenn passi minna upp á sýkingarvarnir, svo sem handþvott og spritt, nú en þegar kórónuveirufaraldurinn var í miklum vexti. Víðir Reynisson segir að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar verði að átta sig á ástandinu sem sé í gangi. 20.5.2020 15:43 Sagðist hafa fengið greitt fyrir að tala gegn þungunarrofi Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd. 20.5.2020 14:04 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir alþjóðlegri samstöðu við Afríkuríki António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir stuðningi vegna heimsfaraldursins við ríki Afríku. Sár fátækt bíður milljóna íbúa. 20.5.2020 14:03 Svona var 71. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14 í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 20.5.2020 13:15 Fyrsta nýja smitið í viku Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi, það fyrsta í viku, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því 1.803 talsins frá upphafi faraldursins. Þá eru virk smit á landinu fjögur. 20.5.2020 12:57 Fjöldi áhorfenda truflaði baráttuna við eldinn Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis. 20.5.2020 12:54 Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20.5.2020 12:34 Öllum Covid-19 höftum aflétt í fangelsum landsins Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að aflétta öllum höftum vegna Covid-19 er gilt hafa í fangelsum landsins frá því er neyðarstigi var lýst yfir. Taka aðgerðirnar gildi mánudaginn 25. maí. 20.5.2020 12:32 Leit að skipverjanum hafin að nýju Leit að skipverja sem saknað hefur verið síðan á mánudag hófst að nýju í Vopnafirði í morgun, samkvæmt áætlun. 20.5.2020 12:06 Wypadek na górze Úlfarsfell Zespoły ratunkowe Landsbjörg i karetki pogotowia ratunkowego z Reykjaviku zostały wezwane wieczorem w okolice Úlfarsfell. 20.5.2020 11:22 Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20.5.2020 11:16 Sjá næstu 50 fréttir
Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum. 21.5.2020 14:14
Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni Ákjósanlegt væri að opna neyslurými í miðborg Reykjavíkur að sögn formanns velferðarráðs borgarinnar. Margt sé þó óskýrt og hún telur að ríkið þurfi að koma til með fjármagn fyrir rekstri þar sem heilbrigðisþjónusta eigi ekki að vera á höndum sveitarfélaga. 21.5.2020 14:00
Meðvitaður um neyðarástand sem er uppi í nokkrum sveitarfélögum Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnarráðherra, segist vera meðvitaður um það neyðarástand sem uppi er í nokkrum sveitarfélögum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21.5.2020 13:28
Ekkert smit síðasta sólarhringinn Ekkert smit kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 greindist síðasta sólarhringinn hér á landi. 21.5.2020 13:24
Varar við að ríkari aðildarríki ESB verði látin borga brúsann Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokss Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir Evrópusambandið þurfa að gæta sín að verða ekki „millifærslusamband“ þar sem ríkari aðildarríki eru látin borga brúsann fyrir fátækari aðildarríkin. 21.5.2020 12:47
Ganga fjörur í leit að sjómanninum Leit að sjómanninum sem féll útbyrðis af netabát við Vopnafjarðarhöfn hófst aftur klukkan tíu í morgun. Björgunarsveitir munu ganga fjörur á svæðinu í dag. 21.5.2020 12:18
Látinn eftir eldsvoðann á Akureyri Karlmaðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti á Akureyri í fyrradag er látinn. 21.5.2020 11:36
Slökkvilið kallað aftur að Hafnarstræti vegna elds Slökkvilið Akureyrar var kallað aftur að húsi við Hafnarstræti á Akureyri í morgun þegar eldur blossaði þar upp á ný. 21.5.2020 11:24
Bíl ekið inn í verslun í Sydney Bíl var ekið inn í verslun sem selur hefðbundnar slæður í Sydney í Ástralíu í dag og slösuðust ellefu manns auk ökumannsins í atvikinu. 21.5.2020 09:49
Fleiri en fimm milljónir staðfestra kórónuveirusmita Staðfest tilfelli kórónuveiru eru nú orðin fleiri en fimm milljónir í heiminum. Meira en ein og hálf milljón tilfella hafa greinst í Bandaríkjunum. 21.5.2020 09:33
Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21.5.2020 09:00
Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í Lufthansa gangi samningar eftir Þýska flugfélagið Lufthansa er í viðræðum við þýska ríkið um 9 milljarða evra björgunaraðgerð til að reyna að koma í veg fyrir fall félagsins vegna kórónuveirufaraldursins. 21.5.2020 08:30
Einn „besti dagur ársins“ á Norðaustur- og Austurlandi Íbúar Norðaustur- og Austurlands mega búast við að fá „einn besta dag ársins“ hingað til í dag ef spár ganga eftir. 21.5.2020 07:41
Átta grunaðir um akstur undir áhrifum í nótt Fjórir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu í nótt grunaðir um ítrekaðan akstur sviptir ökuréttindum. 21.5.2020 07:20
Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21.5.2020 07:00
Hæstiréttur stöðvar afhendingu Mueller-gagna Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í dag í veg fyrir að þingmenn fengu aðgang að skýrslu Robert Mueller úr Rússarannsókninni svokölluðu og önnur undirliggjandi gögn. 20.5.2020 23:25
Segir að eftirlitsmaðurinn hefði átt að vera rekinn fyrir löngu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins hefði átt að vera rekinn fyrir löngu. 20.5.2020 22:39
Banna át á villtum dýrum í Wuhan Yfirvöld í kínversku borginni Wuhan, hvaðan kórónuveiran sem valdið getur Covid-19 er talin eiga uppruna sinn, hafa nú tekið ákvörðun um að banna neyslu á kjöti villtra dýra í borginni. 20.5.2020 22:16
Aldrei fleiri smit greinst á heimsvísu Forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sögðu í dag að á milli daga hafi stofnuninni borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli nýju kórónuveirunnar á heimsvísu. 20.5.2020 21:43
Framdi skotárás eftir að hafa verið beðinn um að vera með grímu Lögreglan í Aurora í Colorado-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið 27 ára mann sem grunaður er um skotárás. 20.5.2020 21:08
Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20.5.2020 21:00
Öflugasti stormurinn í áratugi Fellibylurinn Amphan gekk á land á Indlandi og í Bangladess í dag. Bylurinn olli miklum flóðum og aurskriðum en þetta er öflugasti stormurinn sem herjar á svæðið í rúma tvo áratugi. 20.5.2020 20:00
Fólkið stjórni tækninni en ekki tæknin fólkinu Ráðherrar kynntu áherslur ríkisstjórnarinnar hvað lítur að stuðningi við tækni, vísindi og nýsköpun í gegnum svokallaða markáætlun á blaðamannafundi í dag. 20.5.2020 20:00
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20.5.2020 19:50
Niðurstöðurnar hafi því miður ekki komið á óvart Í niðurstöðum könnunarinnar sem kynntar voru í gær kemur meðal annars í ljós, að í eða í tengslum við starf sitt á Alþingi, segjast hátt í 38% þingmanna hafa orðið fyrir einelti, 20.5.2020 19:49
Forsætisráðherra hyggst leggja fram auðlindarákvæði næsta haust Forsætisráðherra stefnir á að leggja fram á Alþingi næsta haust ákvæði í stjórnarskrá um að auðlindir náttúru Íslands verði skilgreindar sem þjóðareign. Prófessor í hagfræði segir svívirðulegt að stjórnvöld hafi ekki virt þjóðarvilja og sett auðlindarákvæði Stjórnlagaráðs í stjórnarskrá. 20.5.2020 19:00
Tveir frambjóðendur hafa skilað meðmælum í öllum kjördæmum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi eru sem stendur einu frambjóðendur til forseta sem skilað hafa meðmælalistum í öllum kjördæmum landsins. 20.5.2020 18:37
„Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi Frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var samþykkt á Alþingi í dag með 42 atkvæðum gegn tveimur. 20.5.2020 18:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir mikil vonbrigði að lokatilboði félagsins hafi ekki verið tekið og nú þurfi að kanna aðra möguleika. 20.5.2020 18:00
Epidemiolog przypomina o higienie i walce z wirusem W ciągu ostatnich 24 godzin zdiagnozowano w Islandii jedno nowe zakażenie Covid-19. 20.5.2020 17:59
Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna flóða Um tíu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Michigan-ríki í Bandaríkjunum vegna flóða á svæðinu. 20.5.2020 17:51
Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. 20.5.2020 16:44
Viðræður hjá hjúkrunarfræðingum á erfiðu stigi Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í hádeginu í dag. Staðan er sögð erfið og viðræðurnar á viðkvæmum stað. 20.5.2020 16:37
Telja sig hafa náð mynd af fæðingu reikistjörnu Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. 20.5.2020 16:00
„Miklu, miklu hraðar“ létt á aðgerðum hér Þórólfur Gunason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að landsmenn passi minna upp á sýkingarvarnir, svo sem handþvott og spritt, nú en þegar kórónuveirufaraldurinn var í miklum vexti. Víðir Reynisson segir að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar verði að átta sig á ástandinu sem sé í gangi. 20.5.2020 15:43
Sagðist hafa fengið greitt fyrir að tala gegn þungunarrofi Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd. 20.5.2020 14:04
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir alþjóðlegri samstöðu við Afríkuríki António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir stuðningi vegna heimsfaraldursins við ríki Afríku. Sár fátækt bíður milljóna íbúa. 20.5.2020 14:03
Svona var 71. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14 í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 20.5.2020 13:15
Fyrsta nýja smitið í viku Einn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi, það fyrsta í viku, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því 1.803 talsins frá upphafi faraldursins. Þá eru virk smit á landinu fjögur. 20.5.2020 12:57
Fjöldi áhorfenda truflaði baráttuna við eldinn Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis. 20.5.2020 12:54
Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign 20.5.2020 12:34
Öllum Covid-19 höftum aflétt í fangelsum landsins Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að aflétta öllum höftum vegna Covid-19 er gilt hafa í fangelsum landsins frá því er neyðarstigi var lýst yfir. Taka aðgerðirnar gildi mánudaginn 25. maí. 20.5.2020 12:32
Leit að skipverjanum hafin að nýju Leit að skipverja sem saknað hefur verið síðan á mánudag hófst að nýju í Vopnafirði í morgun, samkvæmt áætlun. 20.5.2020 12:06
Wypadek na górze Úlfarsfell Zespoły ratunkowe Landsbjörg i karetki pogotowia ratunkowego z Reykjaviku zostały wezwane wieczorem w okolice Úlfarsfell. 20.5.2020 11:22
Fleiri en 300.000 smitaðir í Rússlandi og aldrei fleiri dauðsföll í Brasilíu Fjöldi smitaðra af nýju afbrigði kórónuveiru fór yfir 300.000 í Rússlandi í dag. Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir ástandið þó að verða stöðugt þar. Í Brasilíu létust fleiri í gær en hafa áður gert á einum degi frá því að faraldurinn hóf innreið sína þar. 20.5.2020 11:16