Fleiri fréttir

Kia framlengir ábyrgðartíma

Kia hefur framlengt ábyrgðartíma allra ökutækja með upphaflegri 7 ára ábyrgð frá Kia sem hefði runnið út milli 1. febrúar til og með 31. maí 2020. Þetta er gert vegna ástands sem skapast hefur vegna COVID 19.

Ekkert nýtt innanlandssmit í Suður-Kóreu

Engin innanlandssmit greindust í Suður Kóreu í gær í fyrsta sinn síðan kórónuveiruaraldurinn hófst en hann varð snemma skæður þar í landi þótt yfirvöld hafi fengið mikið lof fyrir það hvernig tekið var á málum þar.

Jóhann Gunnar kjörinn varaformaður BHM

Lögfræðingurinn Jóhann Gunnar Þórarinsson hefur verið kjörinn nýr varaformaður Bandalags Háskólamanna (BHM). Jóhann bar sigurorð af Guðfinni Þór Newman í rafrænni kosningu á aðalfundi félagsins.

Dreifa kjúklingaskít til að koma í veg fyrir hópamyndun

Yfirvöld sænsku borgarinnar Lundar á Skáni munu grípa til þess ráðs að dreifa kjúklingaskít um almenningsgarð borgarinnar með það að markmiði að koma í veg fyrir myndun hópa þegar Valborgarmessu er fagnað aðfaranótt 1. maí.

Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu

„Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum.

Ofboðið og langar að komast aftur í skólann

Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar.

Tom Hagen í fjögurra vikna gæslu­varð­hald

Norski auðjöfurinn Tom Hagen hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hátt í þúsund manns hafa misst vinnuna í hópuppsögnum í dag en enn eiga fleiri tilkynningar eftir að berast Vinnumálastofnun.

Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum

Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin.

Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði

Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári.

Segja fráleitt að hækka laun þingmanna og ráðherra

Þingmenn Pírata, Samfylkingar, Flokks fólksins og þingmaður utan flokka vilja slá allar launahækkanir af til þingmanna og ráðherra út kjörtímabilið. Ef ekkert verður að gert kemur leiðrétting á launum þessa hóps fram um næstu mánaðamót og önnur launahækkun til útgreiðslu í júlí.

Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf

Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi.

Fjórir særðust í hnífaárás í Hanau

Ekki er ljóst hvað hópi manna sem stakk og særði fjóra vegfarendur gekk til í borginni Hanau í Þýskalandi í gærkvöldi. Lögregla telur þó ekkert benda til þess að árásirnar tengist fjöldamorði kynþáttahatara á fólki ef erlendum uppruna í borginni í febrúar.

Johnson og Symonds eignuðust dreng

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Carrie Symonds, unnusta hans, hafa eignast son. Sá fæddist á sjúkrahúsi í London í morgun og heilsast öllum sem að koma vel.

Stefna á að prófa 100 þúsund á dag fyrir veirunni

Bresk stjórnvöld hafa nú slakað á kröfum um hverjir geta fengið að láta prófa sig fyrir kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Stefnt er á að á morgun verði um hundrað þúsund manns prófaðir á dag.

Trump stöðvar lokun sláturhúsa

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað að sláturhús skuli áfram vera opin til að tryggja fæðuöryggi landsins.

Indverski leikarinn Irrfan Khan er látinn

Indverski leikarinn Irrfan Khan, sem er hvað þekktastur á heimsvísu fyrir að leika í Slumdog Millionaire og Life of Pi og minni hlutverk í Jurassic World og Amazing Spider-Man, er látinn.

Sjá næstu 50 fréttir