Fleiri fréttir

Missti báða for­eldra sína vegna Co­vid-19

Pétur Reynisson hefur stigið mörg þung skref síðustu vikurnar en hann gekk í gegnum það erfiða hlutskipti að missa báða foreldra sína vegna Covid-19 faraldursins nú á dögunum.

Enn ekkert sést til Kim Jong-un

Enn hefur ekkert sést til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og sögusagnir um að hann sé látinn eða í lífshættu eru enn á kreiki.

Vonar að kjara­samningar náist fyrir þriðju­dag

Ótímabundið verkfall starfsmanna Eflingar hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefst að óbreyttu á þriðjudag eftir viku, degi eftir að skólar opna að nýju. Samningafundur fór fram milli forsvarsmanna Eflingar og sveitarfélaganna í dag en ekkert kom út úr honum. Annar fundur hefur verið boðaður á fimmtudag.

Margir kvíðnir vegna ástandsins

Engin er nú á gjörgæslu vegna kórónuveirufaraldursins sem er í mikilli rénun. Andleg vanlíðan hefur hins vegar aukist vegna afleiðinga faraldursins.

Stuðnings­lánin nýtast að­eins 15 prósentum við­skipta­hag­kerfisins

Alþýðusamband Íslands og Samtök Atvinnulífsins fagna aðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í morgun í hinum svokallaða þriðja aðgerðapakka. Þau gagnrýndu þó ýmsa annmarka á pakkanum og voru Samtök atvinnulífsins sérstaklega gagnrýnin á að stuðningslán nýttust aðeins fyrirtækjum með minna en 500 milljóna króna ársveltu en þau fyrirtæki sem flokkuðust sem lítil væru með 1,2 milljarða ársveltu eða minna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Icelandair ætlar að segja upp ríflega tvö þúsund manns nú fyrir mánaðamótin, sem er langstærsta hópuppsögn í sögu Vinnumálastofnunar.

Áfram verulegur samdráttur í umferð en merki um að hún sé að aukast aftur

Um fimmtungssamdráttur var áfram á umferð á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar tvær vikur. Betri mynd er sögð fást af áhrifum kórónuveirufaraldursins á umferð á milli ára eftir þessa viku þegar páskar trufla ekki samanburðinn. Vegagerðin telur sig sjá merki um að umferðin sé tekin að þyngjast aftur.

Banna farþegaflug til og frá Argentínu fram í september

Ríkisstjórn Argentínu hefur bannað allt millilanda- og innanlandsflug með farþega vegna kórónuveirufaraldursins til 1. september. Samtök flugfélaga segja að þúsundir manna gætu misst vinnuna fyrir vikið og alþjóðleg flugmálayfirvöld segja aðgerðirnar brot á samningum.

Ákveðnar tegundir krabbameins stórauka hættu af Covid-19

Sjúklingar með blóð- eða lungnakrabbamein eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrir til að látast af völdum Covid-19. Rannsókn sem var gerð á krabbameinssjúklingum í Hubei-héraði í Kína bendir einnig til þess að þeir sem eru með krabbamein sem hefur dreift sér um líkamann sé einnig í sérstakri hættu vegna sjúkdómsins.

Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair

Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar.

Enginn lengur á gjörgæslu með Covid-19

Þau tímamót urðu í morgun að nú liggur enginn inni á gjörgæslu vegna Covid-19 sjúkdómsins. Sá síðasti var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í morgun.

Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni

Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum.

Tom Hagen neitar sök

Norski milljarðamæringurinn Tom Hagen, sem handtekinn var í morgun grunaður um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, neitar sök.

Hefja leit við Þorlákshöfn vegna sjóblauts fatnaðar

Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir því við svæðisstjórn börgunarsveita á kallaður verði bátaflokkur til öryggisleitar í og við Skötubót í Þorlákshöfn. Sjóblautur fatnaður fannst í fjörunni við svokallað áburðarplan við varnargarðinn við Skötubót.

Greindu þrjú ný smit

Þrír greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls hafa því 1.795 greinst með veiruna hér á landi. Tiltölulega fá ný smit hafa greinst á landinu undanfarna daga.

Metfjöldi nýrra smita í Rússlandi

Smituðum í Rússlandi hefur aldrei fjölgað meira á milli daga en í dag. Alls voru staðfest 6.411 tilfelli af Covid-19 smitum á milli daga og í heildina hafa minnst 93.558 smitast í þar í landi.

„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna“

„Þetta er risastór aðgerð fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, inntur eftir viðbrögðum við nýjasta útspili ríkisstjórnarinnar til þess að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldurins.

Ríkið greiðir hluta launa fólks á uppsagnafresti

Ríkisastjórnin hefur ákveðið að framlengja hlutabótaleiðina í óbreyttri mynd út júni en eftir það breytist hlutfallið sem ríkið greiðir. Þá mun ríkissjóður upp að vissu marki greiða laun fólks á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum sem hafa orðið að 75 prósentum eða meira af tekjum sínum.

Bein útsending: Breyttir jeppar í almannaþjónustu

Aldís Ingimarsdóttir og Indriði Sævar Ríkharðsson, kennarar við iðn- og tæknifræðideild, fjalla um breytta jeppa í almannaþjónustu á Íslandi. Um er að ræða fimmta fyrirlesturinn í netfyrirlestraröð HR og Vísis.

Fordæma meðferð á föngum í El Salvador

Mannréttindasamtök fordæma Nayib Bukele, forseta El Salvador, vegna mynda sem hann birti af hundruðum fanga sem höfðu verið strípaðir niður á nærbuxurnar og látnir sitja þétt upp við hver annan. Bukele sagði meðferðina hluta af refsingu fanganna fyrir morðöldu um helgina.

Atvinnurekendur mótmæla hækkun á eftirlitsgjöldum

Félag atvinnurekenda mótmælir hækkun á gjaldi og afnámi afsláttar hjá Matvælastofnun fyrir greiningu sína frá fyrirtækjum í innflutningi og framleiðslu matvæla sem tilkynnt hafi verið um í síðustu viku.

Kirkjan stendur á sínu í máli séra Skírnis

Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir