Fleiri fréttir

Verkefnið leiddi til augljósra framfara á sviði jarðhitaþróunar

Óháð úttekt hefur verið gerð á svæðaverkefni sem Ísland leiddi í jarðhitamálum í Austur-Afríku. Verkefnið er sagt hafa fallið vel að þörfum þeirra landa sem fengu aðstoð, það hafi verið í takt við stefnu Íslands og áherslur í þróunarsamvinnu og hafi fallið að forgangsröðun Norræna Þróunarsjóðsins (NDF) í loftslagsmálum.

Kallar eftir því að eignir Samherja verði frystar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ekkert annað komi til greina í hennar huga en að eignir sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja verði frystar á meðan héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar.

Mercedes-Benz með sölumet á heimsvísu í október

Mercedes-Benz setti sölumet í október en þá seldi þýski lúxusbílaframleiðandinn alls 199.293 nýjar bifreiðar á heimsvísu. Það er tæplega 5% aukning frá október á síðasta ári.

ISIS-liði fastur í einskismannslandi í þrjá daga

Yfirvöld Tyrklands vísuðu á mánudaginn manni, sem sagður er vera bandarískur ISIS-liði frá Tyrklandi. Hann hefur setið fastur í einskismannslandi milli Tyrklands og Grikklands síðan þá.

Ritstjóri Wikileaks segir skýringar Samherja ekki halda vatni

Ritstjóri Wikileaks gefur lítið fyrir yfirlýsingu Samherja í gær vegna umfjöllunar Kveiks. Gögnin sem hafi birst tali sínu máli. Hann segir að rannsókn málsins teygi anga sína til margra landa og boðar nýjar upplýsingar í málinu eftir nokkrar vikur.

Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London

Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins.

Vaktin: Samherji í ólgusjó

Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi.

Allt á floti í Feneyjum

Á myndum sést hvernig sjór þekur Markúsartorg og íbúar og ferðamenn þurfa að vaða til að komast á milli staða.

Gróður­eldar ógna enn í­búum í Ástralíu

Yfirvöld í Ástralíu vara við því að hinir gríðarlegu gróðureldar sem nú brenna í tveimur ríkjum landsins verði áfram hættulegir þrátt fyrir að veðurskilyrði hafi skánað.

Segjast hafa fellt tvo íslamska víga­menn

Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt.

„Einkar ógeðslegt“ að misnota auðlindir þjóðar

Þar vísar hann til umfjöllunar Kveiks í gærkvöldi, þar sem því var haldið fram að Samherji hafi greitt embættismönnum í Namibíu rúman milljarð króna í mútur til að komast yfir kvóta þar í landi.

Olíureykur truflar farþega í rafknúnum vögnum Strætó

Olíureykur úr miðstöð rafmagnsvagna Strætó bs. á það til að leita inn í farþegarými þegar miðstöðin er í gangi. Vagnstjóri segist hafa fundið fyrir höfuðverk. Strætó segir nýrri tækni fylgja áskoranir. Þrettán kvartanir sagðar hafa borist fyrirtækinu. Nú er beðið eftir búnaði frá Finnlandi til að leysa vandamálið.

Hong Kong á barmi upplausnar

Lögreglan í Hong Kong segir borgina á barmi upplausnar eftir fimm mánaða mótmæli. Mótmælendur saka lögreglu um ofbeldi og krefjast lýðræðisumbóta.

Hallinn innan óvissusvigrúms

Ríkissjóður verður rekinn með tæplega tíu milljarða halla á næsta ári sé tekið mið af breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar. Stjórnarandstaðan í þinginu leggur fram fjölmargar tillögur til breytinga.

Sameinast um að mynda stjórn

Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu.

Lognið á undan storminum

Það er bjartur og fallegur dagur fram undan víðast hvar á landinu og gera má ráð fyrir svipuðu veðri á morgun.

Engin sameining nema með öllum

Ölfus hefur þegar hafnað boði Árborgar um viðræður og sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps er hikandi.

Lækkun framlaga tefur ekki verklok

Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga.

Kveikti í sjálfum sér vegna bágrar fjárhagsstöðu

Hópur nemenda mótmælti á götum franskra borga vegna stöðu ungs fólks í landinu. Mótmælin voru í því skyni að sýna samstöðu með 22 ára manni sem reyndi að fremja sjálfsvíg á föstudag.

„Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“

Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum.

Þorsteinn Már skellir skuldinni á uppljóstrarann

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það hafa verið honum mikil vonbrigði að komast að því að fyrrverandi stjórnandi fyrirtækisins í Namibíu virðist hafa hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt.

Spyr hvað þjóðin geri nú

Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar.

Stjórn SÍBS gáttuð á því sem hefur farið fram á Reykja­lundi

Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS, segir að stjórn félagsins hafi lagt það til á þingi SÍBS fyrir rúmu ári síðan að stjórnskipunarlögum yrði breytt og að sérstök stjórn yrði skipuð sem færi með mál Reykjalundar. Stjórn SÍBS hafi aldrei hlutast til um innra starf á Reykjalundi frá fyrstu tíð.

Sjá næstu 50 fréttir