Bílar

Mercedes-Benz með sölumet á heimsvísu í október

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Mercedes-Benz GLE.
Mercedes-Benz GLE. Vísir/Askja
Mercedes-Benz setti sölumet í október en þá seldi þýski lúxusbílaframleiðandinn alls 199.293 nýjar bifreiðar á heimsvísu. Það er tæplega 5% aukning frá október á síðasta ári.

Mercedes-Benz hefur aldrei selt fleiri bíla í október mánuði í tæplega 130 ára sögu fyrirtækisins. Mercedes-Benz hefur selt alls 1.924.536 bifreiðar frá janúar til október á heimsvísu sem er 1% aukning frá síðasta ári.

Nýr fjögurra dyra A-Class Saloon og ný kynslóð af GLC sportjeppanum voru söluhæstu bílarnir og þar á eftir kom C-Class sem seldist einnig mjög vel. Rafjeppinn EQC hefur einnig fengið góðar viðtökur en hann kom á markað fyrr á árinu. Þá eru tengiltvinnbílar Mercedes-Benz að koma í nýjum útfærslum um áramótin meðal annars GLE sem verður með drægi allt að 96 km á rafmagninu.

Mercedes-Benz hefur náð söluaukningu á þessu ári í flestum mörkuðum samanborið við árið í fyrra og má þar nefna Þýskaland, Bretland, Spán, Frakkland Pólland, Danmörku, Belgíu, Sviss og Tyrkland og Portúgal. Alls seldust 81.017 Mercedes-Benz bílar í Evrópu í síðasta mánuði sem er

„Við erum afar ánægð með ná sölumeti fyrir október og sömuleiðis með útkomuna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þetta hefur verið mikil áskorun að ná þessum árangri á erfiðum tímum í bílageiranum. Við finnum fyrir miklum áhuga frá viðskiptavinum með nýju bílanna okkar sem er afar ánægjulegt," segir Britta Seeger, stjórnarmaður hjá Mercedes-Benz.


Tengdar fréttir

Hrekkjavökugrín kom í bakið á BMW

BMW gerði grín á kostnað Mercedes Benz í tilefni hrekkjavökunnar í gær. Mercedes Benz svaraði fyrir sig og sló öll vopn úr höndum BMW.

20 Benz EQC bílar innkallaðir á Íslandi

Að sögn Jónasar Kára Eiríkssonar, vörumerkjastjóra Mercedes á Íslandi, er verið að bíða eftir varahlutum svo hægt sé að hefja innköllunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×