Fleiri fréttir

Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim

Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins.

Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brú

Lögreglumaður var skotinn með ör í fótinn í mótmælum í Hong Kong í dag. Mótmælendur söfnuðust saman við tækniháskóla í borginni og kveiktu elda í nágrenninu til að hindra aðgengi lögreglu.

„Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna“

Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi ungfrú heimur, segir að skæruliðar í El Salvador hafi reynt að ræna henni á árum áður. Það hafi gerst þegar hún heimsótti landið í kjölfar þess að vinna Miss World keppnina.

Þakklæti efst í huga í dag

Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Karlmaður á fertugsaldri lést í vikunni eftir að hafa sprautað sig með kókaíni. Lögregla og læknar á Vogi merkja aukningu á þeim sem sprauta sig með efninu.

„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn.

Safnar sögum af hótunum og spillingu

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sett upp síðu þar sem hann safnar íslenskum sögum af hótunum atvinnuveitenda og spillingu.

Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu.

Ranglega sakaðar um verkfallsbrot

Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir, blaðamenn á vef Morgunblaðsins, voru í gær ranglega sakaðar um brot gegn löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Blaðamannafélags Íslands. Þær hafa nú fengið afsökunarbeiðni.

Sondland sagðist fara eftir skipunum Trump

Fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins viðurkennir að hafa lagt til að hylja gögn um símtal á milli Trump og Zelensky. Þrátt fyrir það sagðist hann ekki hafa heyrt neitt óviðeigandi í símtalinu.

Trump náðar hermenn sakaða um og dæmda fyrir stríðsglæpi

Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði gripið inn í mál þriggja hermanna sem hafa verið sakaðir og jafnvel dæmdir fyrir stríðsglæpi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna voru hins vegar á móti aðgerðunum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður VR vill að verkalýðshreyfingin horfi til þess að bjóða fram til alþingis. Afhjúpanir Samherjaskjalanna hafi sýnt fram á getuleysi stjórnmálanna til að taka á spillingu og vanmátt til að innleiða nauðsynlegar samfélagslegar breytingar að hans mati.

Lestur eykst með auknum vinsældum hljóðbóka

Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku.

Læknir segir aukna þörf á líf­stíls­tengdu inn­gripi hjá fólki

Læknar þurfa að leggja miklu meiri áherslu á lífstílstengd inngrip hjá sjúklingum að sögn yfirlæknis hjartalækninga á Landspítalanum. Nýjar tæknilausnir geti hjálpað hvað þetta varðar, til að mynda með notkun snjallsímaforrits í samskiptum við sjúklinga.

Sjá næstu 50 fréttir