Fleiri fréttir

Flóttafólki haldið undir brú

Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu.

Ferðamenn notuðu salernið á meðan bóndinn brá sér í sturtu

Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi í Vestur Landeyjum hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni því þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu.

Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna

Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur.

Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau

Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka.

Útganga Breta úr ESB er í hættu

Þau tvö ár sem Bretar höfðu til þess að ganga frá útgöngumálinu dugðu ekki. Hefðu átt að ganga út úr ESB í gær en nú er raunhæfur möguleiki að útgöngunni verði frestað ótímabundið eða að við hana verði hætt.

Kór Ingu Sæland til að létta andann á Alþingi

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir mikilvægt að þingmenn og starfsmenn Alþingis brosi saman og geri eitthvað skemmtilegt og er því að stofna þingkór. Undirtektirnar gríðarlega góðar. Lagleysi er engin fyrirstaða.

Telur það skýrast um helgina hvort aðilar séu að ná saman

Formaður VR segir að það þurfi ekki lengri tíma en helgina til að komast að niðurstöðu um hvort aðilar séu að landa kjarasamningi eða ekki. Mál gætu jafnvel farið að skýrast í dag en að óbreyttu hefjast næstu verkföll á þriðjuddag. Fundur SA og SGS í gær var tíðindalaus.

Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt

Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær.

Trump hótar að loka landamærunum

Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump.

Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur

Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

315 starfsmenn Airport Associates fengu uppsagnarbréf í dag. Brotthvarf WOW air er mikið högg fyrir samfélagið segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina.

Sjá næstu 50 fréttir