Fleiri fréttir

40% kvenna í Kvennaathvarfinu með sjálfsvígshugsanir

Yfir 40 prósent þeirra kvenna sem leituðu til Kvennaathvarsins á liðnu ári höfðu verið með sjálfsvígshugsanir áður en þær komu þangað. Rúm tuttugu prósent kvennanna sem komu í athvarfið kærðu ofbeldið sem þær höfðu orðið fyrir til lögreglu en það hlutfall hefur aldrei verið hærra.

Sigurjón þarf að endurgreiða 35 milljónir

Endurgreiðslan er vegna greiðslu gamla Landsbankans á séreignarlífeyrissparnaði sem lagður var inn á reikning Sigurjóns fimm dögum áður en bankinn féll í október 2008.

Fjórmenningarnir í Norrænusmyglinu neita allir sök

Fjórmenningarnir sem ákærðir eru fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands með Norrænu á síðasta ári neituðu allir sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Katrín Jakobsdóttir birtir upplýsingar úr skattframtölum

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur fylgt fordæmi Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, og birt upplýsingar úr skattframtali sínu opinberlega.

Hafa lagt fram nýja tillögu

Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir að lögð hafi verið fram ný tillaga í kjaradeilu félagsins.

Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns

Stórt tré var fellt í garðinum á Laugarásvegi í óþökk eigenda. Gunnar Nelson og annar íbúðareigandi eru sagðir standa fyrir verkinu. Faðir Gunnars segir málið byggt á misskilningi og að Gunnar vilji síst af öllu vilja eiga í nágrannaerjum.

Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð

Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins.

14 tonna ofurtölva hjá Veðurstofu Íslands

Stærsta tölva sem sett hefur verið upp á Íslandi er komin í fullan rekstur í húsnæði Veðurstofunnar. Tölvan er í eigu dönsku veðurstofunnar en stórbætir möguleika íslenskra vísindamanna í sínum störfum.

Sjá næstu 50 fréttir