Formaður Samfylkingarinnar telur umboðsmanni Alþingis hafa verið refsað vegna lekamálsins Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2016 18:45 Umboðsmaður Alþingis segir ekki tilefni til að hann hefji frumkvæðisathugun á aðkomu fyrrverandi forsætisráðherra að samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann minnir þingmenn á að hann hafi takmörkuð fjárráð til slíkra athugana en formaður Samfylkingarinnar segir að umboðsmanni hafi verið refsað vegna aðkomu hans að lekamálinu. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun að embætti hans hefði farið í forsætisráðneytið hinn 1. apríl til að kanna mögulega aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra að samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Engin gögn hefðu sýnt fram á að svo hefði verið. Hæfisreglur nái aðeins til stjórnvaldsaðgerða en ekki pólitískrar stefnumótunar, enda þingmenn kjörnir til að sinna henni og lúti þar einungis eigin samvisku. „Ég tek að fram að ég hef ekki talið í ljósi þess sem ætla hefur mátt af fyrirliggjandi upplýsingum um aðkomu fyrrverandi forsætisráðherra að umræddum málum og lagalegri umgjörð þeirra, tilefni til að taka þetta mál til athugunar að eigin frumkvæði. Til viðbótar koma svo þau atriði sem ykkur eru kunnug um að það eru mjög takmarkaðir möguleikar umboðsmanns til að sinna frumkvæðisathugunum,“ sagði Tryggi á nefndarfundinum í morgun. Vísaði umboðsmaður þarna til takmarkaðrar fjárveitingar Alþingis til slíkra athugana hans. „Og það var mjög áberandi við gerð fjárlaga fyrir þetta ár að stjórnarmeirihlutinn lagði lykkju á leið sína til að refsa umboðsmanni fyrir góða framgöngu í lekamálinu. Þetta er hættumerki í íslensku samfélagi. Ég held að atburðir síðustu vikna eigi að sýna okkur mikilvægi þess að við höfum öflugar eftirlitsstofnanir og öfluga fjölmiðla sem tryggja það að við fáum að vitha hvað er á seiði í samfélaginu,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sem sæti á í nefndinni. Eitt af því sem umboðsmaður Alþingis vakti athygli á á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag er að siðareglur ráðherra hafi ekki verið settar með fullnægjandi hætti. Það væri Alþingis að herða þar á. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra hefði sett ráðherrum sínum siðareglur, en í tíð núverandi ríkisstjórnar hefðu slíkar reglur verið samþykktar í ríkisstjórn sem væri ekki stjórnskipunarvald. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi sem þyrfti að bæta úr. „Það kom líka fram í hans máli að vegna þess að ég hef lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra í fjölmörgum liðum um stjórnskipulag málsins og aðkomu forsætisráðherra að því og starfsmanna forsætisráðherrans, telur hann rétt að bíða niðurstöðu þeirra svara,“ segir Árni Páll Árnason. Tengdar fréttir Umboðsmaður: Ekki tilefni til frumkvæðisathugunar á aðkomu Sigmundar að afnámi hafta Tryggvi Gunnarsson sagði endanlega ákvörðun hafa verið tekna á Alþingi með lagasetningu. 14. apríl 2016 09:35 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir ekki tilefni til að hann hefji frumkvæðisathugun á aðkomu fyrrverandi forsætisráðherra að samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann minnir þingmenn á að hann hafi takmörkuð fjárráð til slíkra athugana en formaður Samfylkingarinnar segir að umboðsmanni hafi verið refsað vegna aðkomu hans að lekamálinu. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun að embætti hans hefði farið í forsætisráðneytið hinn 1. apríl til að kanna mögulega aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra að samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Engin gögn hefðu sýnt fram á að svo hefði verið. Hæfisreglur nái aðeins til stjórnvaldsaðgerða en ekki pólitískrar stefnumótunar, enda þingmenn kjörnir til að sinna henni og lúti þar einungis eigin samvisku. „Ég tek að fram að ég hef ekki talið í ljósi þess sem ætla hefur mátt af fyrirliggjandi upplýsingum um aðkomu fyrrverandi forsætisráðherra að umræddum málum og lagalegri umgjörð þeirra, tilefni til að taka þetta mál til athugunar að eigin frumkvæði. Til viðbótar koma svo þau atriði sem ykkur eru kunnug um að það eru mjög takmarkaðir möguleikar umboðsmanns til að sinna frumkvæðisathugunum,“ sagði Tryggi á nefndarfundinum í morgun. Vísaði umboðsmaður þarna til takmarkaðrar fjárveitingar Alþingis til slíkra athugana hans. „Og það var mjög áberandi við gerð fjárlaga fyrir þetta ár að stjórnarmeirihlutinn lagði lykkju á leið sína til að refsa umboðsmanni fyrir góða framgöngu í lekamálinu. Þetta er hættumerki í íslensku samfélagi. Ég held að atburðir síðustu vikna eigi að sýna okkur mikilvægi þess að við höfum öflugar eftirlitsstofnanir og öfluga fjölmiðla sem tryggja það að við fáum að vitha hvað er á seiði í samfélaginu,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sem sæti á í nefndinni. Eitt af því sem umboðsmaður Alþingis vakti athygli á á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag er að siðareglur ráðherra hafi ekki verið settar með fullnægjandi hætti. Það væri Alþingis að herða þar á. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra hefði sett ráðherrum sínum siðareglur, en í tíð núverandi ríkisstjórnar hefðu slíkar reglur verið samþykktar í ríkisstjórn sem væri ekki stjórnskipunarvald. Þetta hlyti að vera byggt á misskilningi sem þyrfti að bæta úr. „Það kom líka fram í hans máli að vegna þess að ég hef lagt fram fyrirspurnir til fjármálaráðherra í fjölmörgum liðum um stjórnskipulag málsins og aðkomu forsætisráðherra að því og starfsmanna forsætisráðherrans, telur hann rétt að bíða niðurstöðu þeirra svara,“ segir Árni Páll Árnason.
Tengdar fréttir Umboðsmaður: Ekki tilefni til frumkvæðisathugunar á aðkomu Sigmundar að afnámi hafta Tryggvi Gunnarsson sagði endanlega ákvörðun hafa verið tekna á Alþingi með lagasetningu. 14. apríl 2016 09:35 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Umboðsmaður: Ekki tilefni til frumkvæðisathugunar á aðkomu Sigmundar að afnámi hafta Tryggvi Gunnarsson sagði endanlega ákvörðun hafa verið tekna á Alþingi með lagasetningu. 14. apríl 2016 09:35