Fleiri fréttir

Vilja varðveita söguna við Laugaveg

Verið er að reisa það sem er kallað boutique hótel við Laugaveg sem mun umlykja hina hundrað ára gömlu Verslun Guðsteins Eyjólfssonar. Fjárfestarnir hyggjast þó reka verslunina áfram og segjast sannfærð um gildi þess að varðveita söguna.

Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum

Nánast allar slíkar meðgöngur þar sem Downs-heilkenni greinist enda með fóstureyðingu hér á landi. Lögfræðingur og móðir stúlku með Downs heilkenni segir veikan lagargrundvöll fyrir svo afgerandi framkvæmd.

Landsnet kærir úrskurð

Landsnet hefur kært til Hæstaréttar úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafnaði aðfararbeiðnum fyrirtækisins um eignarnám á landhluta úr fjórum jörðum á Reykjanesi vegna lagningar Suðurnesjalínu 2.

Múslimi leiðtogi kristilegs flokks

Muhammed Tahsin, sem kjörinn var leiðtogi Kristilega demókrataflokksins í Eskilstuna í Svíþjóð á laugardaginn fyrir viku, er múslimi.

Engum duldist hvað á gekk í Auschwitz

Réttarhöldin yfir Reinhold Hanning, 94 ára fyrrverandi fangaverði í Auschwitz, snúast meðal annars um það hvort hann hafi gert sér grein fyrir því sem átti sér stað.

Átta tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir

Árið 2015 bárust Lyfjastofnun 105 aukaverkanatilkynningar, átta þeirra töldust alvarlegar. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru færri á Íslandi en í Danmörku og Svíþjóð. Lyfjastofnun vill vakningu um mikilvægi slíkra tilkynninga.

Jómfrúin og Snaps vilja vera undir einum hatti

Snaps og Jómfrúin bíða samþykkis Samkeppniseftirlitsins og hyggja á samstarf. Félögin sameinast en veitingastaðirnir verða reknir hvor í sínu lagi. Stofnendur Snaps halda áfram um tauma þar og sömuleiðis annar eigandi Jómfrúarinnar.

Vill endurnýja forystu Samfylkingarinnar

Magnús Orri Schram, fyrrverandi þingmaður, býður sig fram til formanns Samfylkingarinnar í komandi formannskjöri. Hann vill fara aftur á þing og hefur fulla trú á því að hægt verði að rétta fylgi Samfylkingarinnar við.

„Líka mýkt í BDSM“

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur segir vanta meiri umræðu um BDSM ef skera eigi út um það hvort það sé kynhneigð eða kynhegðun.

Vaxandi jafnréttisvitund í Versló

Sylvía Hall hefur á stuttum tíma endurvakið feminstafélag Verslunarskóla Íslands. Berst á móti "sjomla“-menningunni sem hún segir hafa verið mikil í skólanum út á við.

Bóluefnið komi of seint

Zika veiran hefur greinst í fyrsta skipti í Noregi, meðal annars hjá tveimur ófrískum konum.

Sjá næstu 50 fréttir