Meðalnámstími mjög fjölbreyttur milli skóla Sæunn Gísladóttir skrifar 12. mars 2016 07:30 Háskólinn í Reykjavík. Fréttablaðið/Ernir Meðalnámstími nemenda við þrjá stærstu háskóla landsins, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri, var mjög fjölbreyttur meðal nemenda sem útskrifuðust árið 2015. Að meðaltali voru nemendur við HR fljótastir að ljúka bæði bakkalár- og meistaranámi. Margt spilar þó inn í, meðal annars eru eldri nemendur við Háskóla Íslands lengur að ljúka gráðum sem lengir meðalnámstíma og þá eru nemendur við Háskólann á Akureyri, þar sem meðalnámstími er lengstur, margir í fjarnámi eða að vinna með námi. Að meðaltali luku nemendur sem brautskráðust frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015 bakkalárnámi á 6,7 önnum eða 3,4 árum árið 2015 og meistaranámi á 4,4 önnum eða 2,2 árum. Út úr þessum gögnum er hins vegar búið að taka alla sem fengu einingar metnar inn í námið, svo og alla sem stunduðu nám á styttri námsbrautum. Meðaltími til útskriftar nemenda til bakkalárgráðu við Háskóla Íslands árið 2015 var 4,2 ár. Þess ber að geta að í sumum tilvikum, eins og í hjúkrunarfræði, er nám til bakkalárgráðu fjögur ár. Meðaltími til útskriftar nemenda á meistarastigi var 3,6 ár. Hafa ber í huga að meðaltími til útskriftar er mjög breytilegur eftir aldri nemenda. Yngri nemendur stunda að jafnaði fullt nám. Eldri nemendur eru aftur á móti oftar í hlutanámi og því er námstími þeirra til útskriftar lengri. Þannig er meðalnámstími til bakkalárprófs 29 ára og yngri 3,8 ár og sami aldurshópur er 2,3 ár að jafnaði að ljúka meistaraprófi. Meðaltími til útskriftar hækkar svo eftir því sem útskriftarnemendur eru eldri. Samkvæmt upplýsingum frá Háskólanum á Akureyri frá árinu 2015 nam meðalnámstími 9,4 misserum í bakkalárnámi til þriggja ára, eða 4,7 árum. Meðalnámstími nemenda á meistarastigi er 4,7 misseri eða 2,35 ár. Þess ber að geta að við Háskólann á Akureyri eru margar námsleiðir í fjarnámi og nemendum boðið að taka námið með vinnu, því er gert ráð fyrir að nemar taki sér lengri tíma í námið heldur en ef þeir væru að sinna náminu eingöngu. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Meðalnámstími nemenda við þrjá stærstu háskóla landsins, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri, var mjög fjölbreyttur meðal nemenda sem útskrifuðust árið 2015. Að meðaltali voru nemendur við HR fljótastir að ljúka bæði bakkalár- og meistaranámi. Margt spilar þó inn í, meðal annars eru eldri nemendur við Háskóla Íslands lengur að ljúka gráðum sem lengir meðalnámstíma og þá eru nemendur við Háskólann á Akureyri, þar sem meðalnámstími er lengstur, margir í fjarnámi eða að vinna með námi. Að meðaltali luku nemendur sem brautskráðust frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015 bakkalárnámi á 6,7 önnum eða 3,4 árum árið 2015 og meistaranámi á 4,4 önnum eða 2,2 árum. Út úr þessum gögnum er hins vegar búið að taka alla sem fengu einingar metnar inn í námið, svo og alla sem stunduðu nám á styttri námsbrautum. Meðaltími til útskriftar nemenda til bakkalárgráðu við Háskóla Íslands árið 2015 var 4,2 ár. Þess ber að geta að í sumum tilvikum, eins og í hjúkrunarfræði, er nám til bakkalárgráðu fjögur ár. Meðaltími til útskriftar nemenda á meistarastigi var 3,6 ár. Hafa ber í huga að meðaltími til útskriftar er mjög breytilegur eftir aldri nemenda. Yngri nemendur stunda að jafnaði fullt nám. Eldri nemendur eru aftur á móti oftar í hlutanámi og því er námstími þeirra til útskriftar lengri. Þannig er meðalnámstími til bakkalárprófs 29 ára og yngri 3,8 ár og sami aldurshópur er 2,3 ár að jafnaði að ljúka meistaraprófi. Meðaltími til útskriftar hækkar svo eftir því sem útskriftarnemendur eru eldri. Samkvæmt upplýsingum frá Háskólanum á Akureyri frá árinu 2015 nam meðalnámstími 9,4 misserum í bakkalárnámi til þriggja ára, eða 4,7 árum. Meðalnámstími nemenda á meistarastigi er 4,7 misseri eða 2,35 ár. Þess ber að geta að við Háskólann á Akureyri eru margar námsleiðir í fjarnámi og nemendum boðið að taka námið með vinnu, því er gert ráð fyrir að nemar taki sér lengri tíma í námið heldur en ef þeir væru að sinna náminu eingöngu.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira