Misneyting á starfsfólki og húsnæðisvandi eins og í upphafi baráttunnar Kristjana Björg Guðmundsdóttir skrifar 12. mars 2016 13:14 „Það er ljóst að á þessari hundrað ára vegferð sem sambandið hefur starfað er æði margt sem hefur verið á verkefnaskrá,“ segir forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Nú þegar blásið er til hátíðahalda í tilefni aldarafmælis Alþýðusambands Íslands minnir Gylfi Arnbjörnsson, forseti sambandsins, á sigra í baráttu vinnandi fólks og áhrif ASÍ á samfélagið allt. „Það er ljóst að á þessari hundrað ára vegferð sem sambandið hefur starfað er æði margt sem hefur verið á verkefnaskrá,“ segir Gylfi. „Fyrir utan hin beinu kjör og kjarasamninga um laun og vinnuaðstæður þá er engin launung á því að félagsmenn hafa notað sambandið til að ná fram landvinningum í velferðarmálum, menntamálum, húsnæðismál hafa auðvitað verið mjög fyrirferðarmikil, í lífeyrismálum og vegna veikindaréttar. Allt þetta er tilefni til að rifja upp, því þetta gerðist ekki að sjálfu sér. Þetta er búin að vera fórnfús og þrálát barátta í hundrað ár.“Sami húsnæðisvandi og í upphafi baráttunnarÞótt að baráttan hafi skilað miklu segir Gylfi áskoranir þær sem blasi við í dag séu þær sömu og áður, baráttunnar verði alltaf þörf. „Það kemur í ljós að brýnustu úrlausnarefni okkar í dag eru dálítið keimlík því sem var í upphafi,“ segir hann. „Ég nefni til dæmis átak okkar, Einn rétt- ekkert svindl. Við erum að glíma við að sum fyrirtæki eru að misnota aðstæður erlendra starfsmanna, sérstaklega unga fólksins. Við erum líka að sjá vanda í húsnæðismálum og í rauninni er sama umræða um húsnæðismál og var nánast í upphafi okkar baráttu. Það segir okkur að þessari baráttu lýkur aldrei, við þurfum að standa vaktina og sækja fram.“Mikil veisluhöld verða á fjórum stöðum á landinu í tilefni af aldarafmælinu. Gylfi segir dagskrána viðamikla. Hann hvetur fólk til að mæta á opið hús í Hörpu í dag á milli tvö og rúmlega hálf fimm en færri komast að en vilja á tónleika sem haldnir eru í kvöld á Ísafirði, Neskaupsstað, Akureyri og Reykjavík. „Í dag ætlum við að halda upp á afmælið og bjóðum hér á höfuðborgarsvæðinu upp á veislu í Hörpu. Í dag er þar opið hús á milli tvö og rúmlega fimm. Ýmislegt er á dagskrá, bæði frumflytja Hundur í óskilum sína sýn á sögu hreyfingarinnar, þá ætla Úlfur Úlfur og Páll Óskar að troða upp í Norðurljósasalnum og eitt og annað er á dagskrá. Síðan bjóðum við upp á tónleika í kvöld víðs vegar um landið. Verða þar margt frábærra listamanna sem ætla að skemmta okkur. Það fór þannig að við buðum þjóðinni svo það er orðið fullt á þessa tónleika.“ Tengdar fréttir Hátíðardagskrá á aldarafmæli ASÍ Tónleikar verða í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og í Neskaupstað í kvöld. 12. mars 2016 10:50 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Nú þegar blásið er til hátíðahalda í tilefni aldarafmælis Alþýðusambands Íslands minnir Gylfi Arnbjörnsson, forseti sambandsins, á sigra í baráttu vinnandi fólks og áhrif ASÍ á samfélagið allt. „Það er ljóst að á þessari hundrað ára vegferð sem sambandið hefur starfað er æði margt sem hefur verið á verkefnaskrá,“ segir Gylfi. „Fyrir utan hin beinu kjör og kjarasamninga um laun og vinnuaðstæður þá er engin launung á því að félagsmenn hafa notað sambandið til að ná fram landvinningum í velferðarmálum, menntamálum, húsnæðismál hafa auðvitað verið mjög fyrirferðarmikil, í lífeyrismálum og vegna veikindaréttar. Allt þetta er tilefni til að rifja upp, því þetta gerðist ekki að sjálfu sér. Þetta er búin að vera fórnfús og þrálát barátta í hundrað ár.“Sami húsnæðisvandi og í upphafi baráttunnarÞótt að baráttan hafi skilað miklu segir Gylfi áskoranir þær sem blasi við í dag séu þær sömu og áður, baráttunnar verði alltaf þörf. „Það kemur í ljós að brýnustu úrlausnarefni okkar í dag eru dálítið keimlík því sem var í upphafi,“ segir hann. „Ég nefni til dæmis átak okkar, Einn rétt- ekkert svindl. Við erum að glíma við að sum fyrirtæki eru að misnota aðstæður erlendra starfsmanna, sérstaklega unga fólksins. Við erum líka að sjá vanda í húsnæðismálum og í rauninni er sama umræða um húsnæðismál og var nánast í upphafi okkar baráttu. Það segir okkur að þessari baráttu lýkur aldrei, við þurfum að standa vaktina og sækja fram.“Mikil veisluhöld verða á fjórum stöðum á landinu í tilefni af aldarafmælinu. Gylfi segir dagskrána viðamikla. Hann hvetur fólk til að mæta á opið hús í Hörpu í dag á milli tvö og rúmlega hálf fimm en færri komast að en vilja á tónleika sem haldnir eru í kvöld á Ísafirði, Neskaupsstað, Akureyri og Reykjavík. „Í dag ætlum við að halda upp á afmælið og bjóðum hér á höfuðborgarsvæðinu upp á veislu í Hörpu. Í dag er þar opið hús á milli tvö og rúmlega fimm. Ýmislegt er á dagskrá, bæði frumflytja Hundur í óskilum sína sýn á sögu hreyfingarinnar, þá ætla Úlfur Úlfur og Páll Óskar að troða upp í Norðurljósasalnum og eitt og annað er á dagskrá. Síðan bjóðum við upp á tónleika í kvöld víðs vegar um landið. Verða þar margt frábærra listamanna sem ætla að skemmta okkur. Það fór þannig að við buðum þjóðinni svo það er orðið fullt á þessa tónleika.“
Tengdar fréttir Hátíðardagskrá á aldarafmæli ASÍ Tónleikar verða í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og í Neskaupstað í kvöld. 12. mars 2016 10:50 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Hátíðardagskrá á aldarafmæli ASÍ Tónleikar verða í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og í Neskaupstað í kvöld. 12. mars 2016 10:50