Misneyting á starfsfólki og húsnæðisvandi eins og í upphafi baráttunnar Kristjana Björg Guðmundsdóttir skrifar 12. mars 2016 13:14 „Það er ljóst að á þessari hundrað ára vegferð sem sambandið hefur starfað er æði margt sem hefur verið á verkefnaskrá,“ segir forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Nú þegar blásið er til hátíðahalda í tilefni aldarafmælis Alþýðusambands Íslands minnir Gylfi Arnbjörnsson, forseti sambandsins, á sigra í baráttu vinnandi fólks og áhrif ASÍ á samfélagið allt. „Það er ljóst að á þessari hundrað ára vegferð sem sambandið hefur starfað er æði margt sem hefur verið á verkefnaskrá,“ segir Gylfi. „Fyrir utan hin beinu kjör og kjarasamninga um laun og vinnuaðstæður þá er engin launung á því að félagsmenn hafa notað sambandið til að ná fram landvinningum í velferðarmálum, menntamálum, húsnæðismál hafa auðvitað verið mjög fyrirferðarmikil, í lífeyrismálum og vegna veikindaréttar. Allt þetta er tilefni til að rifja upp, því þetta gerðist ekki að sjálfu sér. Þetta er búin að vera fórnfús og þrálát barátta í hundrað ár.“Sami húsnæðisvandi og í upphafi baráttunnarÞótt að baráttan hafi skilað miklu segir Gylfi áskoranir þær sem blasi við í dag séu þær sömu og áður, baráttunnar verði alltaf þörf. „Það kemur í ljós að brýnustu úrlausnarefni okkar í dag eru dálítið keimlík því sem var í upphafi,“ segir hann. „Ég nefni til dæmis átak okkar, Einn rétt- ekkert svindl. Við erum að glíma við að sum fyrirtæki eru að misnota aðstæður erlendra starfsmanna, sérstaklega unga fólksins. Við erum líka að sjá vanda í húsnæðismálum og í rauninni er sama umræða um húsnæðismál og var nánast í upphafi okkar baráttu. Það segir okkur að þessari baráttu lýkur aldrei, við þurfum að standa vaktina og sækja fram.“Mikil veisluhöld verða á fjórum stöðum á landinu í tilefni af aldarafmælinu. Gylfi segir dagskrána viðamikla. Hann hvetur fólk til að mæta á opið hús í Hörpu í dag á milli tvö og rúmlega hálf fimm en færri komast að en vilja á tónleika sem haldnir eru í kvöld á Ísafirði, Neskaupsstað, Akureyri og Reykjavík. „Í dag ætlum við að halda upp á afmælið og bjóðum hér á höfuðborgarsvæðinu upp á veislu í Hörpu. Í dag er þar opið hús á milli tvö og rúmlega fimm. Ýmislegt er á dagskrá, bæði frumflytja Hundur í óskilum sína sýn á sögu hreyfingarinnar, þá ætla Úlfur Úlfur og Páll Óskar að troða upp í Norðurljósasalnum og eitt og annað er á dagskrá. Síðan bjóðum við upp á tónleika í kvöld víðs vegar um landið. Verða þar margt frábærra listamanna sem ætla að skemmta okkur. Það fór þannig að við buðum þjóðinni svo það er orðið fullt á þessa tónleika.“ Tengdar fréttir Hátíðardagskrá á aldarafmæli ASÍ Tónleikar verða í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og í Neskaupstað í kvöld. 12. mars 2016 10:50 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Nú þegar blásið er til hátíðahalda í tilefni aldarafmælis Alþýðusambands Íslands minnir Gylfi Arnbjörnsson, forseti sambandsins, á sigra í baráttu vinnandi fólks og áhrif ASÍ á samfélagið allt. „Það er ljóst að á þessari hundrað ára vegferð sem sambandið hefur starfað er æði margt sem hefur verið á verkefnaskrá,“ segir Gylfi. „Fyrir utan hin beinu kjör og kjarasamninga um laun og vinnuaðstæður þá er engin launung á því að félagsmenn hafa notað sambandið til að ná fram landvinningum í velferðarmálum, menntamálum, húsnæðismál hafa auðvitað verið mjög fyrirferðarmikil, í lífeyrismálum og vegna veikindaréttar. Allt þetta er tilefni til að rifja upp, því þetta gerðist ekki að sjálfu sér. Þetta er búin að vera fórnfús og þrálát barátta í hundrað ár.“Sami húsnæðisvandi og í upphafi baráttunnarÞótt að baráttan hafi skilað miklu segir Gylfi áskoranir þær sem blasi við í dag séu þær sömu og áður, baráttunnar verði alltaf þörf. „Það kemur í ljós að brýnustu úrlausnarefni okkar í dag eru dálítið keimlík því sem var í upphafi,“ segir hann. „Ég nefni til dæmis átak okkar, Einn rétt- ekkert svindl. Við erum að glíma við að sum fyrirtæki eru að misnota aðstæður erlendra starfsmanna, sérstaklega unga fólksins. Við erum líka að sjá vanda í húsnæðismálum og í rauninni er sama umræða um húsnæðismál og var nánast í upphafi okkar baráttu. Það segir okkur að þessari baráttu lýkur aldrei, við þurfum að standa vaktina og sækja fram.“Mikil veisluhöld verða á fjórum stöðum á landinu í tilefni af aldarafmælinu. Gylfi segir dagskrána viðamikla. Hann hvetur fólk til að mæta á opið hús í Hörpu í dag á milli tvö og rúmlega hálf fimm en færri komast að en vilja á tónleika sem haldnir eru í kvöld á Ísafirði, Neskaupsstað, Akureyri og Reykjavík. „Í dag ætlum við að halda upp á afmælið og bjóðum hér á höfuðborgarsvæðinu upp á veislu í Hörpu. Í dag er þar opið hús á milli tvö og rúmlega fimm. Ýmislegt er á dagskrá, bæði frumflytja Hundur í óskilum sína sýn á sögu hreyfingarinnar, þá ætla Úlfur Úlfur og Páll Óskar að troða upp í Norðurljósasalnum og eitt og annað er á dagskrá. Síðan bjóðum við upp á tónleika í kvöld víðs vegar um landið. Verða þar margt frábærra listamanna sem ætla að skemmta okkur. Það fór þannig að við buðum þjóðinni svo það er orðið fullt á þessa tónleika.“
Tengdar fréttir Hátíðardagskrá á aldarafmæli ASÍ Tónleikar verða í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og í Neskaupstað í kvöld. 12. mars 2016 10:50 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Hátíðardagskrá á aldarafmæli ASÍ Tónleikar verða í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri og í Neskaupstað í kvöld. 12. mars 2016 10:50