Innlent

Ógnaði öryggisverði á Landspítala með hnífi

Bjarki Ármannsson skrifar
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á spítalanum í morgun.
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á spítalanum í morgun. Vísir/Vilhelm
Karlmaður á þrítugsaldri, sem sagður er í talsvert annarlegu ástandi vegna fíkniefnaneyslu, var í morgun handtekinn á Landspítalanum við Hringbraut og vistaður í fangaklefa. Hafði hann þá haft í hótunum við öryggisvörð á spítalanum og ógnað verðinum með hnífi.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til fjölmiðla. Þar segir að aðstoðar hafi verið óskað rétt eftir klukkan átta í morgun vegna hegðunar mannsins, sem einnig vann skemmdir á innanstokksmunum á spítalanum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur annars haft í nokkru að snúast í morgun vegna tilkynninga um fok og fokskemmdir víðsvegar um borgina enda vindur nokkuð hvass.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×