Fleiri fréttir

Gummi Ben lýsir leikjum Íslands á EM

Yfirmaður íþróttasviðs 365 segir fyrirtækið ekki geta hafa staðið í vegi fyrir að Gummi Ben lýsti leikjunum fyrir íslensku þjóðina.

Popúlismi aðalvandi stjórnmálanna

Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, ræðir ferilinn í pólitíkinni, stöðu Sjálfstæðisflokksins og flóttamannamálin sem eru henni sérstaklega hugleikin.

Sjálfstæðisflokkurinn rétt yfir kjörfylgi

Stjórnarflokkarnir bæta nokkuð við sig frá könnun sem gerð var í lok janúar. Píratar gefa hins vegar lítillega eftir. Björt framtíð nær ekki að rétta úr kútnum og mælist enn án þingmanns. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata.

Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss

Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari.

Tveir þriðju reyna endurlífgun

Framfarir í meðferð, forvarnir og lífsstílsbreyting er talin orsök þess að æ færri fara í hjartastopp. Árangur í endurlífgun hérlendis er góður á heimsvísu. Almenningur bjargar fjölmörgum mannslífum á ári hverju.

Telur Fjólu sniðgengna af fáfróðum í ráðuneyti

Snædís Rán Hjartardóttir er ósátt við vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðuneytis. Snædís segir ráðuneytið hafa sniðgengið Félag fólks með samþætta sjón - og heyrnarskerðingu. Hún bíði breytinga eftir dóm um túlkaþjónustu.

Skoða beri aðra flugvallarvalkosti

Áætlað er að nýta tugi milljarða króna til að stækka og bæta Keflavíkurflugvöll á árinu. Forstjóri Icelandair Group segir ekki úr vegi að kanna hvort fyrir hendi séu betri kostir, því horfa eigi áratugi fram í tímann.

Sjá næstu 50 fréttir