Fleiri fréttir

Undrast skipan ráðherra í nefnd

„Okkur finnst það einkennilegt að forsætisráðherra skuli skipa nýja manneskju í nefndina þegar vinnunni er að ljúka,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, um það að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skipar Valgerði Pálsdóttur, framkvæmdastjóra flokksins, í stjórnarskrárnefnd.

Hert eftirlit með mansali

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vill aukið eftirlit með vinnustöðum.

Gætu fyrst gripið til verkfallsaðgerða í mars

Kúrsinn varðandi mögulegar aðgerðir í kjarabaráttu sjómanna verður ljós upp úr miðjum næsta mánuði. Stemning er talin fyrir því að taka slaginn við útgerðarmenn. Nokkrar vikur tekur bæði að kjósa um aðgerðir og koma þeim á.

Dómsmálaannáll: Smygl, hleranir og viðskiptafléttur

Þó nokkur dómsmál stóðu upp úr á árinu sem er að líða og vöktu athygli. Fréttablaðið sagði líka frá því að dómstólar væru undir miklu álagi og bíða þyrfti í níu mánuði eftir aðalmeðferð í einkamáli hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá höfðu aldrei fleiri dómar ratað í Hæstarétt. Tímagjald verjenda var hækkað um 65 prósent á árinu. Hér er farið yfir helstu mál ársins 2015.

Aukið eftirlit vegna vinnumansals

Forstjóra Vinnumálastofnunar kemur ekki á óvart að hátt í tuttugu manns hafi haft stöðu þolenda mansals á árinu.

Fjórfalt fleiri létust í umferðinni í ár

Fjórfalt fleiri hafa látist í umferðinni í ár en í fyrra. Skýringar má meðal annars finna í fjölgun ferðamanna en einnig má rekja fleiri banaslys en áður til andlegra veikinda og hás aldurs ökumanna.

Metrennsli á Austurlandi

Miklir vatnavextir eru nú á Suðausturlandi og Austfjörðum og hætta á vatnselgi í þéttbýli.

Töpuðu öllu sínu í annað sinn

Allar veraldlegar eigur Sigurðar Tómassonar og Kristbjargar Þórarinsdóttur, urðu að ösku í eldsvoða í Ástralíu í gær.

Greiða milljarð í bætur vegna vændiskvenna

Japan og Suður-Kórea hafa komist að samkomulagi um bætur vegna suðurkóreskra portkvenna sem neyddar voru til að starfa á japönskum vændishúsum í síðari heimstyrjöldinni.

Sjómenn vilja láta sverfa til stáls

Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir.

Ferðamennirnir frá Japan og Kína

Ferðamennirnir sem lentu í umferðarslysi á brúnni yfir Hólá á hringvegi 1 í Öræfum á annan dag jóla voru frá Japan og Kína.

Ræsi gætu stíflast í dag

Búast má við að ár og lækir geti rutt sig með tilheyrandi vatnavöxtum og að ræsi stíflist við vegi í dag.

Líðan nýburans stöðug

Nýburinn, sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti á Neskaupstað í nótt, er enn í rannsóknum.

Uppreisnarmenn fluttir á brott

Tugir sýrlenskra uppreisnarmanna verða í dag fluttir á brott frá þorpinu Zabadani, skammt frá landamærum Líbanon.

Óttast sýruleka í Queensland

Óttast er að mikið magn af brennisteinssýru hafi lekið úr flutningalest sem fór út af sporinu í norðvesturhluta Queensland í Ástralíu í gærmorgun.

Tveggja barna stefna lögfest í Kína

Kínverska þingið festi í gær svokallaða tveggja barna stefnu í lög og mun nýja stefnan taka gildi þann fyrsta janúar næstkomandi. Mega kínversk pör þá eignast tvö börn.

Eigendur bústaða ætla ekki að víkja

Lögmaður eigenda sumarbústaða við Elliðavatn segir geðþótta og duttlunga ráða för í í þeirri stefnu Orkuveitu Reykjavíkur að byggðin verði rifin. Það yrði skipulagslegt stórslys og borgaryfirvöldum til háðungar.

Leita til dómstóla vegna laxeldisáforma

Landssamband veiðifélaga (LV) hefur sent Hraðfrystihúsinu Gunnvöru á Ísafirði harðort bréf þar sem skorað er á fyrirtækið að láta af áformum um sjókvíaeldi norskra laxa í Ísafjarðar­djúpi. Bréfið er sent í tilefni þess að HG hefur auglýst drög að mats­áætlun fyrir 6.800 tonna laxeldi á sex svæðum í Ísafjarðardjúpi.

Sjá næstu 50 fréttir