Innlent

Undrast skipan ráðherra í nefnd

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
vísir/valli
Stjórnmál „Okkur finnst það einkennilegt að forsætisráðherra skuli skipa nýja manneskju í nefndina þegar vinnunni er að ljúka,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, um það að forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skipar Valgerði Pálsdóttur, framkvæmdastjóra flokksins, í stjórnarskrárnefnd.

Björt framtíð gerði tillögu um Róbert Marshall, þingmann flokksins, sem aðalfulltrúa í nefndina en Valgerði til vara.

„Róbert hefur mætt á alla fundi nefndarinnar og verið okkar fulltrúi en hefur aldrei verið skipaður formlega. Við höfum furðað okkur á því en mér skilst að það sé vegna kynjakvóta. Við sjáum þó ekki hvernig það hallar á annað kynið í nefndinni eins og staðan er nú,“ segir Brynhildur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×