Nýr Mercedes E-Class spæjaður Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 15:23 Ný kynslóð E-Class í feluklæðum. worldcarfans Næsta kynslóð E-Class bíls Mercedes Benz á ekki að koma á markað fyrr en árið 2017, en prófanir standa yfir hjá Benz og náðist þessi mynd af bílnum við þær. Þó svo að bíllinn sé í heilmiklum feluklæðum má samt sjá að hann mun bera að miklu leiti sama svip og minni bróðir hans, C-Class. Meðal annars sést að hliðarspeglarnir eru nú áfastir hurðunum líkt og á C-Class. Nýr E-Class fær MRA-undirvagn og við léttast talsvert frá núverandi kynslóð. Samt verður hann rúmbetri og með stærra skott. Mælaborð bílsins verður stafrænt líkt og í S-Class flaggskipinu. Tvær nýjar forþjöppudrifnar fjögurra strokka vélar verða í boði í nýjum E-Class, en einnig má fá hann með enn öflugri sex strokka vél. Einnig verður í boði AMG-útfærsla með 550 hestafla vél og S-útgáfa hans með 580 hestafla rokk. E-Class verður fyrst sýndur þann 11. janúar í Detroit í Bandaríkjunum, en bíllinn kemur ekki á markað fyrr en á fyrri helmingi ársins 2017. Heyrst hefur að Benz ætli að bjóða upphækkaða gerð E-Class langbaksgerðarinnar sem keppa á við Audi A6 Allroad um hylli kaupenda. Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent
Næsta kynslóð E-Class bíls Mercedes Benz á ekki að koma á markað fyrr en árið 2017, en prófanir standa yfir hjá Benz og náðist þessi mynd af bílnum við þær. Þó svo að bíllinn sé í heilmiklum feluklæðum má samt sjá að hann mun bera að miklu leiti sama svip og minni bróðir hans, C-Class. Meðal annars sést að hliðarspeglarnir eru nú áfastir hurðunum líkt og á C-Class. Nýr E-Class fær MRA-undirvagn og við léttast talsvert frá núverandi kynslóð. Samt verður hann rúmbetri og með stærra skott. Mælaborð bílsins verður stafrænt líkt og í S-Class flaggskipinu. Tvær nýjar forþjöppudrifnar fjögurra strokka vélar verða í boði í nýjum E-Class, en einnig má fá hann með enn öflugri sex strokka vél. Einnig verður í boði AMG-útfærsla með 550 hestafla vél og S-útgáfa hans með 580 hestafla rokk. E-Class verður fyrst sýndur þann 11. janúar í Detroit í Bandaríkjunum, en bíllinn kemur ekki á markað fyrr en á fyrri helmingi ársins 2017. Heyrst hefur að Benz ætli að bjóða upphækkaða gerð E-Class langbaksgerðarinnar sem keppa á við Audi A6 Allroad um hylli kaupenda.
Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent