Innlent

Framkvæmdastjóri Strætó prufar ferðaþjónustu fatlaðra: „Þarf miklu betra aðgengi“

Bjarki Ármannsson skrifar
Ferðaþjónusta fatlaðra var mikið gagnrýnd á árinu sem er að líða. Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ákváðu á dögunum að bjóða Jóhannesi Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Strætó, í bíltúr í hjólastól. Margrét Erla úr Íslandi í dag fékk að sitja með.

Klakabunkar og færð hafa mikil áhrif á gæði ferðaþjónustunnar á þessum árstíma, til dæmis þegar kemur að því að skorða hjólastóla vel.

„Þetta er búið að vera áhugavert, ég verð að segja það,“ segir Jóhannes um upplifunina. „Þó maður geti aldrei sett sig í spor fólks sem er í hjólastól þá er þetta ekki þægilegasti ferðamátinn. Þá er ég ekki að gagnrýna bílana, aðallega hraðahindranir, svellbunka og fleiri holur í vegakerfinu hjá okkur.“

Var eitthvað sem kom þér sérstaklega mikið á óvart?

„Ég er farinn að finna fyrir þreytuverkjum í baki. Líka kannski það hvað maður finnur fyrir ósléttum í vegakerfinu og líka hvað aðgengið er ekki til fyrirmyndar á stöðum þar sem margir eru samankomnir.“

Jóhannes segist hafa „glósað“ ýmislegt sem betur mætti fara í ferðinni og þurfi að breytast ef strætisvagnakerfið eigi að vera valkostur fyrir fatlaða.

„Það þarf að hafa miklu betra aðgengi,“ segir hann. „Strætóarnir eru búnir rampi, þannig að það er ekki vandamálið. En að komast að honum, jafnvel fyrir fullfrískt fólk í dag, er mjög erfitt.“


Tengdar fréttir

Níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani af ferðaþjónustu fatlaðra

Ferðaþjónusta fatlaðra skildi níu ára gamlan einhverfan dreng eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili hans í síðustu viku, í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Framkvæmdastjóri Strætó segir ástæðuna að skráningu um drenginn hafi verið ábótavant í kerfi ferðaþjónustunnar.

Strætó krossar fingur vegna ferðaþjónustu

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, bað Þórð Guðlaugsson og fjölskyldu hans afsökunar eftir að honum var ekið á rangan stað í gær og hann skilinn eftir. Þórður á bágt með að gera sig skiljanlegan en tókst að hringja í móður sína.

Fóru aðra leið með Strætó en velferðarráð hefði kosið

Óánægja með þunglamalega þjónustu og kostnaður varð til þess að velferðarráð Reykjavíkur vildi bjóða út akstur Ferðaþjónustu fatlaðra í borginni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sömdu svo við Strætó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×