Innlent

Tvær bílveltur á Reykjanesbraut

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá Reykjanesbrautinni
Frá Reykjanesbrautinni Vísir/Vilhelm
Nokkuð var um umferðaróhöpp og-slys á Suðurnesjum um jólin. Á Reykjanesbraut urðu tvær bílveltur og í öðru tilvikinu þurfti að klippa ökumann og farþega úr bifreiðinni. Þeir voru fluttir á bráðamóttöku en meiðsl þeirra reyndust minniháttar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Þá urðu tvö óhöpp við framúrakstur á Reykjanesbraut, en engin slys urðu á fólki. Í öðru tilvikinu ók ökumaður á bifreiðina sem hann hugðist taka fram úr og stakk svo af. Bíllinn snerist á veginum við áreksturinn og endaði á vegriði. Sem fyrr segir sakaði engan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×