Innlent

Freðinn ökumaður stöðvaður fyrir ofsaakstur á Akrafjallsvegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan fann greinilega kannabislykt af ökumanninum.
Lögreglan fann greinilega kannabislykt af ökumanninum. Vísir/Hari
Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði ökumann á 146 kílómetra hraða á klukkustund á Akrafjallsvegi síðdegis í dag. Lögreglan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að lögreglumennirnir fundu greinilega kannabislykt af ökumanninum og viðurkenndi hann að hafa verið að reykja kannabis fyrr um daginn. Einnig kom í ljós að viðkomandi hafði verið sviptur ökuréttindum.

Var maðurinn færður á lögreglustöð til skýrslutöku og töku blóðsýnis. Fyrir hraðaksturinn bíður ökumannsins 140 þúsund króna sekt og svipting ökuleyfis í mánuð. Þá á hann einnig yfir höfði sér sekt og sviptingu ökuleyfis fyrir akstur undir áhrifum kannabisefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×