Innlent

Fóru í bága við lög um persónuvernd

Reykjavíkurborg hefur verið gert að breyta verklagi við umsóknir fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. fréttablaðið/stefán
Reykjavíkurborg hefur verið gert að breyta verklagi við umsóknir fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. fréttablaðið/stefán Vísir/stefán
Samgöngur Persónuvernd telur Reykjavíkurborg vera óheimilt að setja það sem skilyrði fyrir að fá að nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra að borgin fái að sækja persónuupplýsingar til Tryggingastofnunar. Umsækjendur ættu að hafa val um hvort þeir skiluðu upplýsingunum sjálfir inn eða borgin aflaði þeirra. Þá ætti umboðið sem borginni væri veitt að vera takmarkað við þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Reykjavíkurborg taldi verklagið nauðsynlegt þar sem umsækjendur mættu ekki nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra hefðu þeir hlotið bifreiða- eða bensínstyrk frá Tryggingastofnun. Velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að senda Persónuvernd drög að nýju eyðublaði fyrir 1. febrúar næstkomandi þar sem afmarkað sé hvaða upplýsinga verði aflað frá Tryggingastofnun. – ih



Fleiri fréttir

Sjá meira


×