Fleiri fréttir

Bankar í Sviss hjálpa við rannsókn á FIFA

Svissneskir saksóknarar rannsaka 53 tilfelli meints peningaþvættis. Ríkissaksóknari Sviss segir rannsóknina flókna og efast ekki um að hún verði langdregin. Sepp Blatter, forseti FIFA, gæti þurft að mæta í yfirheyrslu hjá Svisslendingum.

Stríðandi fylkingar við mótmæli

Fjölmennur hópur mótmælenda safnaðist saman fyrir utan þinghúsið í Hong Kong í gær. Mótmælin eru til komin vegna þess að þingið kýs í vikunni um ný lög sem myndu gera íbúum Hong Kong kleift að kjósa sér leiðtoga.

Flestir vilja spítala fyrir fé kröfuhafa

Meira en tveir af hverjum þremur svarendum telja rétt að nýta hluta af fé frá kröfuhöfum til þess að byggja nýjan spítala. Varaformaður fjárlaganefndar segir gott að fólk vilji forgangsraða í þágu grunnþjónustunnar og byggja nýjan spítala.

Ramadan hefst á morgun

Íslenskir múslimar þurfa að fasta lengst allra þjóða vegna þess hve sól­in er lengi á lofti hér á landi.

TF-Líf sækir veikan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF er nú rétt ókomin að rússneskum togara sem var að veiðum á Reykjaneshrygg.

Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf

Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er.

Neytendastofa sektaði þrjú bakarí

Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu sektað þrjú fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga.

Ráðuneytið semur um tollalækkanir

Landbúnaðarráðherra segir landbúnaðarráðuneytið standa í viðræðum við ESB um gagnkvæmar tollalækkanir en sambandið frestar ítrekað fundum. Hann segir núverandi kerfi um mjólkurframleiðslu koma bændum og neytendum vel.

Þjóðin í tvö horn vegna laga á verkfall

„Ég túlka það sem stuðning við okkar málstað að meirihluti þjóðarinnar vill að við náum einhverjum árangri í okkar kjarabaráttu,“ segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Vilja viðhald á holóttum götum

Borgin á að móta viðhaldsstefnu vegna gatnaframkvæmda samkvæmt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks á borgarstjórnarfundi í gær.

Skoða vindorkugarð norðan við Húsavík

Bæjarráð Norðurþings mun á næstunni taka til umfjöllunar hugmyndir EAB New Energy Europe um vindorkugarð í nágrenni Húsavíkur. Fyrirtækið hefur fundað með forsvarsmönnum Norðurþings í tvígang og kynnt vilja sinn til að rannsaka svæði norðan Húsavíkur sem mögulegan framtíðarstað.

Nýi sjávarútvegurinn græði á afnámi hafta

Áætlanir um afnám fjármagnshafta gefa fyrirheit um aukið aðstreymi erlends fjármagns til nýrra greina sjávarútvegsins. Fjárfestingarbylgja er í farvatninu, er mat hagfræðinga. Þegar hafa fjárfestingar aukist stórum í skipum og nýrri tækni.

Ábati sagður margfaldur af styrkingu túlkasjóðsins

Fólk sem hefur þurft að reiða sig á aðstoð túlka hefur ekki getað nýtt sér þjónustuna í útskriftarveislum, á húsfundum eða í atvinnuviðtölum. Hér tryggja lög ekki heyrnarlausum viðlíka aðstoð og þekkist á Norðurlöndum.

Vill fá aðlögunarráðuneytið aftur

Búast má við óvenjuspennandi þingkosningum í Danmörku á morgun því samkvæmt skoðanakönnunum skiptist fylgi kjósenda nokkurn veginn jafnt milli blokkanna tveggja. Lars Løkke Rasmussen vonast til þess að fella Helle Thorning-Schmidt úr stól forsætisráðherra.

Sjá næstu 50 fréttir