Flestir vilja spítala fyrir fé kröfuhafa Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2015 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson Meira en tveir af hverjum þremur svarendum, sem afstöðu taka, telja rétt að nýr spítali verði byggður fyrir hluta þess fjár sem fæst vegna losunar haftanna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Rétt tæplega þriðjungur svarenda vill ekki að hluti fjármunanna verði nýttur á þennan hátt. Áætlað hefur verið að ef nauðasamningar verða samþykktir geti það skilað ríkissjóði allt að 650 milljörðum króna. „Það er mikill vilji til þess að byggja nýjan spítala og ég tel að fólk líti á það sem forgangsmál. Og það er mjög gott,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um niðurstöður könnunarinnar. Guðlaugur Þór segir aftur á móti að það verði að nýta fjármunina, sem fást úr aðgerðunum við að aflétta höftunum, til að lækka skuldir. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 57 prósent aðspurðra vilja að hluti fjármunanna verði nýttur til að byggja nýjan spítala, 25 prósent vilja ekki að hluti fjármunanna verði nýttur í það, 17 prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent eru fylgjandi því að hluti fjármunanna verði nýttur til þess að byggja spítala en 31 prósent er því andvígt. Guðlaugur Þór bendir á að ef fjármunirnir verða nýttir til þess að greiða niður skuldir þýði það að vaxtakostnaður ríkissjóðs lækki. „Við erum að tala um það að árlegur vaxtakostnaður getur lækkað um 30 milljarða, hugsanlega meira. Og það er nú bara helmingurinn af byggingarkostnaði við spítala.“ Guðlaugur telur það klárt mál að forgangsraða eigi í þágu þess að byggja upp grunnþjónustuna. „Og þetta er þá eitt þeirra verkefna sem við eigum að forgangsraða í,“ segir hann.Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.249 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Meira en tveir af hverjum þremur svarendum, sem afstöðu taka, telja rétt að nýr spítali verði byggður fyrir hluta þess fjár sem fæst vegna losunar haftanna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Rétt tæplega þriðjungur svarenda vill ekki að hluti fjármunanna verði nýttur á þennan hátt. Áætlað hefur verið að ef nauðasamningar verða samþykktir geti það skilað ríkissjóði allt að 650 milljörðum króna. „Það er mikill vilji til þess að byggja nýjan spítala og ég tel að fólk líti á það sem forgangsmál. Og það er mjög gott,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um niðurstöður könnunarinnar. Guðlaugur Þór segir aftur á móti að það verði að nýta fjármunina, sem fást úr aðgerðunum við að aflétta höftunum, til að lækka skuldir. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 57 prósent aðspurðra vilja að hluti fjármunanna verði nýttur til að byggja nýjan spítala, 25 prósent vilja ekki að hluti fjármunanna verði nýttur í það, 17 prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent eru fylgjandi því að hluti fjármunanna verði nýttur til þess að byggja spítala en 31 prósent er því andvígt. Guðlaugur Þór bendir á að ef fjármunirnir verða nýttir til þess að greiða niður skuldir þýði það að vaxtakostnaður ríkissjóðs lækki. „Við erum að tala um það að árlegur vaxtakostnaður getur lækkað um 30 milljarða, hugsanlega meira. Og það er nú bara helmingurinn af byggingarkostnaði við spítala.“ Guðlaugur telur það klárt mál að forgangsraða eigi í þágu þess að byggja upp grunnþjónustuna. „Og þetta er þá eitt þeirra verkefna sem við eigum að forgangsraða í,“ segir hann.Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.249 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira