Flestir vilja spítala fyrir fé kröfuhafa Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2015 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson Meira en tveir af hverjum þremur svarendum, sem afstöðu taka, telja rétt að nýr spítali verði byggður fyrir hluta þess fjár sem fæst vegna losunar haftanna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Rétt tæplega þriðjungur svarenda vill ekki að hluti fjármunanna verði nýttur á þennan hátt. Áætlað hefur verið að ef nauðasamningar verða samþykktir geti það skilað ríkissjóði allt að 650 milljörðum króna. „Það er mikill vilji til þess að byggja nýjan spítala og ég tel að fólk líti á það sem forgangsmál. Og það er mjög gott,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um niðurstöður könnunarinnar. Guðlaugur Þór segir aftur á móti að það verði að nýta fjármunina, sem fást úr aðgerðunum við að aflétta höftunum, til að lækka skuldir. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 57 prósent aðspurðra vilja að hluti fjármunanna verði nýttur til að byggja nýjan spítala, 25 prósent vilja ekki að hluti fjármunanna verði nýttur í það, 17 prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent eru fylgjandi því að hluti fjármunanna verði nýttur til þess að byggja spítala en 31 prósent er því andvígt. Guðlaugur Þór bendir á að ef fjármunirnir verða nýttir til þess að greiða niður skuldir þýði það að vaxtakostnaður ríkissjóðs lækki. „Við erum að tala um það að árlegur vaxtakostnaður getur lækkað um 30 milljarða, hugsanlega meira. Og það er nú bara helmingurinn af byggingarkostnaði við spítala.“ Guðlaugur telur það klárt mál að forgangsraða eigi í þágu þess að byggja upp grunnþjónustuna. „Og þetta er þá eitt þeirra verkefna sem við eigum að forgangsraða í,“ segir hann.Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.249 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Meira en tveir af hverjum þremur svarendum, sem afstöðu taka, telja rétt að nýr spítali verði byggður fyrir hluta þess fjár sem fæst vegna losunar haftanna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Rétt tæplega þriðjungur svarenda vill ekki að hluti fjármunanna verði nýttur á þennan hátt. Áætlað hefur verið að ef nauðasamningar verða samþykktir geti það skilað ríkissjóði allt að 650 milljörðum króna. „Það er mikill vilji til þess að byggja nýjan spítala og ég tel að fólk líti á það sem forgangsmál. Og það er mjög gott,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um niðurstöður könnunarinnar. Guðlaugur Þór segir aftur á móti að það verði að nýta fjármunina, sem fást úr aðgerðunum við að aflétta höftunum, til að lækka skuldir. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 57 prósent aðspurðra vilja að hluti fjármunanna verði nýttur til að byggja nýjan spítala, 25 prósent vilja ekki að hluti fjármunanna verði nýttur í það, 17 prósent eru óákveðin í afstöðu sinni og 2 prósent svara ekki. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu tóku sést að 69 prósent eru fylgjandi því að hluti fjármunanna verði nýttur til þess að byggja spítala en 31 prósent er því andvígt. Guðlaugur Þór bendir á að ef fjármunirnir verða nýttir til þess að greiða niður skuldir þýði það að vaxtakostnaður ríkissjóðs lækki. „Við erum að tala um það að árlegur vaxtakostnaður getur lækkað um 30 milljarða, hugsanlega meira. Og það er nú bara helmingurinn af byggingarkostnaði við spítala.“ Guðlaugur telur það klárt mál að forgangsraða eigi í þágu þess að byggja upp grunnþjónustuna. „Og þetta er þá eitt þeirra verkefna sem við eigum að forgangsraða í,“ segir hann.Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.249 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 15. og 16. júní. Svarhlutfallið var 64,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.
Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira