Innlent

Ramadan hefst á morgun

Þar sem íslamska dagatalið miðast við tunglgang færist Ramadan til á milli ára.
Þar sem íslamska dagatalið miðast við tunglgang færist Ramadan til á milli ára. Vísir/GVA
Föstumánuður múslima, Ramadan, hefst á morgun. Ramadan er níundi mánuðir íslamska ársins og er fastan haldin á hverjum degi allan mánuðinn frá sólarupprás til sólseturs.

Fastan er þó einungis eitt af því sem ber að forðast eða sérstaklega framkvæma þennan miklvæga mánuð í trúarlífi múslima. Meðan á Ramadan stendur eru múslimar beðnir um að halda sig frá öllum mat, drykkjum, sígarettum og kynlífi frá sólarupprás (fajr) fram til sólseturs (maghrib).

Meðan Ramadan stendur yfir er múslimum ætlað að leggja enn meir á sig að fylgja kenningum íslam og taka afstöðu gegn ofbeldi, reiði, öfund, losta og illu umtali. Að fasta er sagt hreinsa hugann og auðvelda einbendingu að Guði er segir í grein um Ramadan á Wikipedia.

Þar sem íslamska dagatalið miðast við tunglgang færist Ramadan til á milli ára um um það bil 11 daga og er lengd mánaðarins breytileg. Hann er ýmist 29 eða 30 dagar. Ekki er hægt að segja til nákvæmlega hvenær mánuðurinn byrjar þar sem það fer því eftir hvenær sést til nýs tungls. Félag Múslima á Íslandi hefur þann háttinn á að hefja föstuna um leið og Sádi Arabía.

Múslim­ar á Íslandi þurfa að fasta lengst allra þjóða á Rama­dan vegna þess hve sól­in er lengi á lofti hér á landi. Fast­an á Íslandi er því um 21 klukku­stund og 13 mín­út­ur.

Finn­land kem­ur næst á eft­ir Íslandi og þurfa múslim­ar þar í landi að fasta í 19 klukku­stund­ir og 50 mín­út­ur. Í Kaup­manna­höfn, Osló og Stokk­hólmi er lengd­in 19 klukku­stund­ir og 30 mín­út­ur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×