Fleiri fréttir

Búast við að fleiri þolendur leiti hjálpar

Forsvarsmenn borgarinnar vegna átaks gegn heimilisofbeldi vilja samstarf við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Sérstök áhersla verður lögð á mál fatlaðra kvenna og útlenskra kvenna, til dæmis túlkaþjónustu.

Bjargfuglar eiga mjög undir högg að sækja

Rannsóknir Náttúrustofu Norðausturlands á ástandi sjófuglastofna sýna óheillaþróun, bæði til skamms og lengri tíma litið. Fækkun einstakra tegunda er slík að búast má við að þær hverfi með öllu í stórum sjófuglabyggðum.

Verkfall lækna hófst á miðnætti

Tveggja sólarhringa langt verkfall lækna á kvenna- og barnasviði og rannsóknasviði Landspítalans, á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hófst á miðnætti.

2.200 flóttamönnum bjargað

Hátt í þrjú þúsund flóttamönnum frá Afríku og Miðausturlöndum hefur verið bjargað á Miðjarðarhafi síðastliðna tvo sólarhringa.

Tugir milljóna sparast á ári hverju

Með aðgerðum starfsmanna Landspítalans hefur matarsóun þar á bæ dregist umtalsvert saman undanfarin ár, eða sem nemur um 20 tonnum af mat á ári hverju.

Læknar munu segja upp semjist ekki fyrir áramót

Formaður samninganefndar lækna segir mikla hættu á að fjöldi lækna segi upp störfum hjá spítalanum verði ekki samið fyrir áramót. Verkfallsaðgerðir lækna hefjast á ný á miðnætti í kvöld, þar sem læknar á rannsóknar, kvenna- og barnadeildum Landspítalans leggja niður störf.

Flytja MH17 af slysstað

Vinna er hafin við að fjarlægja brak flugvélar Malaysian Airlines af slysstað í Úkraínu.

Síðasta stoppistöð: Mars

Maðurinn mun heimsækja Mars. Hvenær og hvernig er óvíst. Hollenskir frumkvöðlar fullyrða að lausnin felist í raunveruleikasjónvarpi og léttgeggjuðum þátttakendum sem lítill skortur er á.

Pútín fór fyrr af G20 fundinum

„Ég þarf fjögurra tíma svefn áður en ég mæti aftur til vinnu í Moskvu,“ sagði Rússlandsforesti um ástæður þess að hann yfirgæfi fundinn.

Sammæltust um að þrýsta á Rússa

Leiðtogar Bandaríkjanna, Japans og Ástralíu voru sammála um að standa saman í kröfu sinni um að Rússar hættu afskiptum á Krímskaga.

Kölluð gleðikona því hún er frá Póllandi

Innflytjendur í Reykjavík upplifa töluverða fordóma í sinn garð og telja nauðsynlegt að efla fræðslu í þeim efnum í skólum og á vinnustöðum borgarinnar. Þetta er meðal þess sem kom fram á Fjölmenningarþingi sem haldið var í ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Gagnrýnir bréf formanns BHM

Guðmundur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir sérstakt að forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og formaður Bandalags háskólamanna hafi sent frá sér bréf vegna Fiskistofu.

„Helmingurinn af storminum er ekki kominn fram“

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja að umræða um álit umboðsmanns Alþingis um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjóra í lekamálinu geti skaðað ráðherrann enn frekar sama hver niðurstaðan verður. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur þegar ákveðið að boða ráðherrann á fund nefndarinnar þegar álitið liggur fyrir.

Cosby afboðar sig eftir ásakanir um nauðganir

Búið er að afboða komu Bill Cosby, leikara og grínista, í sjónvarpsþáttinn Late Show með David Letterman á CBS. Talið er að það tengist ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og nauðgunum.

Geimfarið náði að senda gögnin

Geimfarið sem lenti á halastjörnunni sem fengið hefur nafnið P67 rétt náði að senda annan skammt af upplýsingum til jarðar í morgun áður en sambandið rofnaði, tímabundið í hið minnsta.

Sjá næstu 50 fréttir