Búast við að fleiri þolendur leiti hjálpar 17. nóvember 2014 07:00 Átak gegn ofbeldi Draga á úr heimilisofbeldi í Reykjavík. Fréttablaðið/Getty „Það hafa komið fram óformlegar óskir um það frá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu að vinna þetta með okkur, en við þurfum hins vegar að innleiða þetta í okkar stóra velferðarkerfi. Það er eðlilegt fyrsta skref, en við erum meira en tilbúin í samstarf þegar við getum talað af einhverri reynslu og þekkingu,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, um átaksverkefni borgarinnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi, spurð af hverju verkefnið einskorðast við Reykjavík í stað þess að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni að átakinu í sameiningu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá samþykkti borgarráð einróma að grípa til aðgerða gegn heimilisofbeldi í Reykjavík. Sett verður upp föst vakt til að vinna með og styðja fórnarlömb heimilisofbeldis og 24 aðgerðir hafa verið teiknaðar upp sem miða að því að draga úr heimilisofbeldi. Árlegur kostnaðarauki vegna verkefnisins verður um 50 milljónir króna.Anna Kristinsdóttir.Sérstaklega er horft til þess árangurs sem hefur náðst á Suðurnesjum, og verkefnið er að mörgu leyti sambærilegt. Anna segir enga ástæðu til að halda annað en að vænta megi góðs árangurs af verkefninu í Reykjavík eins og suður með sjó. Ein stærsta breytingin, af mörgum, er að starfsmaður velferðarþjónustunnar einbeitir sér að því að liðsinna þolendum ofbeldisins en lögregla getur einbeitt sér að gerandanum. Eins að eftirfylgni í kerfinu er tryggð og innan viku er farið inn á heimilið með lögreglu að nýju til að grafast fyrir um hvernig mál hafa þróast. „Það var reynslan á Suðurnesjum að málunum fjölgaði í kjölfar átaksins þar. Við gerum ráð fyrir að það gerist í Reykjavík einnig, vegna þess að almenningur sem ekki hefur leitað ásjár lögreglu fer í meira mæli að óska eftir hjálp, í krafti þessarar breyttu aðferðarfræði,“ segir Anna. En átakið gengur enn lengra en á Suðurnesjum, sem birtist í sérstakri áherslu á mál sem varða konur af erlendum uppruna og fatlaðar konur. „Vinnuhópur er þegar farinn af stað til að skoða stöðu fatlaðra kvenna, því aðstæður þeirra krefjast sérstakrar athygli. Hvað varðar konur af erlendum uppruna er lögð meiri áhersla á túlkaþjónustu svo dæmi sé nefnt, því það er mikilvægt að upplýsa þessar konur um rétt sinn,“ segir Anna. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
„Það hafa komið fram óformlegar óskir um það frá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu að vinna þetta með okkur, en við þurfum hins vegar að innleiða þetta í okkar stóra velferðarkerfi. Það er eðlilegt fyrsta skref, en við erum meira en tilbúin í samstarf þegar við getum talað af einhverri reynslu og þekkingu,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, um átaksverkefni borgarinnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi, spurð af hverju verkefnið einskorðast við Reykjavík í stað þess að öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni að átakinu í sameiningu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá samþykkti borgarráð einróma að grípa til aðgerða gegn heimilisofbeldi í Reykjavík. Sett verður upp föst vakt til að vinna með og styðja fórnarlömb heimilisofbeldis og 24 aðgerðir hafa verið teiknaðar upp sem miða að því að draga úr heimilisofbeldi. Árlegur kostnaðarauki vegna verkefnisins verður um 50 milljónir króna.Anna Kristinsdóttir.Sérstaklega er horft til þess árangurs sem hefur náðst á Suðurnesjum, og verkefnið er að mörgu leyti sambærilegt. Anna segir enga ástæðu til að halda annað en að vænta megi góðs árangurs af verkefninu í Reykjavík eins og suður með sjó. Ein stærsta breytingin, af mörgum, er að starfsmaður velferðarþjónustunnar einbeitir sér að því að liðsinna þolendum ofbeldisins en lögregla getur einbeitt sér að gerandanum. Eins að eftirfylgni í kerfinu er tryggð og innan viku er farið inn á heimilið með lögreglu að nýju til að grafast fyrir um hvernig mál hafa þróast. „Það var reynslan á Suðurnesjum að málunum fjölgaði í kjölfar átaksins þar. Við gerum ráð fyrir að það gerist í Reykjavík einnig, vegna þess að almenningur sem ekki hefur leitað ásjár lögreglu fer í meira mæli að óska eftir hjálp, í krafti þessarar breyttu aðferðarfræði,“ segir Anna. En átakið gengur enn lengra en á Suðurnesjum, sem birtist í sérstakri áherslu á mál sem varða konur af erlendum uppruna og fatlaðar konur. „Vinnuhópur er þegar farinn af stað til að skoða stöðu fatlaðra kvenna, því aðstæður þeirra krefjast sérstakrar athygli. Hvað varðar konur af erlendum uppruna er lögð meiri áhersla á túlkaþjónustu svo dæmi sé nefnt, því það er mikilvægt að upplýsa þessar konur um rétt sinn,“ segir Anna.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira