Fleiri fréttir

Þrjár vinnustöðvanir boðaðar á næstu vikum

Yfirvinnubann flugfreyja tók gildi í dag, sól­ar­hrings­verk­fall hefst á miðnætti hjá sjúkra­liðum og samninganefndir grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga funda einnig hjá ríkissáttasemjara.

Hlúa að náttúruperlum meðan beðið er eftir passa

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að frumvarp um náttúrupassa sé tilbúið í ráðuneyti sínu. Hún segir að síðasti vetur hafi verið notaður vel en málið hafi verið of mikilvægt til að keyra það í gegnum þingið að þessu sinni. Sérstakt fjármagn verður veitt í sumar til þeirra ferðamannastaða sem liggja undir skemmdum vegna átroðnings.

Hlutverk NATÓ að breytast vegna ástandsins í Úkraínu

Hundrað og fimmtíu bandarískir hermenn taka nú þátt í heræfingu í Litháen ásamt litháíska hernum. Bandaríkjamenn hafa sent hermenn til fjögurrra ríkja í Austur-Evrópu eftir að Rússar immlimuðu Krímskaga til að sýna lýðveldum fyrrum Sovétríkjanna stuðning. Hlutverk Atlantshafsbandalagsins, NATÓ, er að breytast vegna ástandsins í Úkraínu.

Fagranesinu fræga siglt í San Francisco

Síðasta ferjan sem þjónaði sem Djúpbátur á Ísafjarðardjúpi sigldi í fyrsta sinn í rúman áratug í vikunni, að þessu sinni undir vökulum augum sjónvarpsmyndavéla um höfnina í San Francisco.

Brottfallsnemar verða bótaþegar

Þrjú þúsund ungmenni eru á framfærslustyrk sveitarfélaganna og veldur fjöldi ungra karla sem eru félagslega óvirkir og á bótum miklum áhyggjum innan félagsþjónustunnar.

Andstaðan kom Sigmundi á óvart

Umdeilt skuldalækkunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar varð að lögum í gær. Í kjölfarið munu landsmenn geta sótt um lækkun á húsnæðislánum seinnipartinn á morgun.

Verðsamráð er gróft lögbrot gegn almenningi

Brotin sem starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar eru ákærðir fyrir eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafi upp hér á landi.

Gæti truflað heimsminjaskráningu

Þjóðgarðsvörður útilokar ekki að slæmt ástand fráveitumála á verndarsvæði Þingvallavatns geti haft neikvæð áhrif á heimsminjaskráningu Þingvallasvæðisins alls. Vinna að skráningu sem byggir á náttúrufari er þegar komin nokkuð á leið.

Persónuvernd segir of stuttan tíma hafa liðið

Persónuvernd telur að lengri tími hefði þurft að líða frá því Íslensk erfðagreining (ÍE) sendi gögn tengd söfnuninni "Útkall í þágu vísinda“ og þangað til söfnun lífsýna hófst.

Af Norðurlöndum drekka Finnar og Íslendingar verst

Hvergi er drukkið meira áfengi á mann en í Hvíta-Rússlandi að því er segir í nýrri skýrslu WHO. Á Norðurlöndum er mest drukkið í Finnlandi og minnst á Íslandi. Í sömu löndum er þó verst drukkið á Norðurlöndum.

Sjá næstu 50 fréttir