Innlent

Framlag hvers og eins metið óháð kynhneigð og kynvitund

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mannréttindaskrifstofa Akraneskaupstaðar var nýlega samþykkt í bæjarstjórn og þar kemur fram að Akraneskaupstaður styður réttindabaráttu hinsegin fólks.
Mannréttindaskrifstofa Akraneskaupstaðar var nýlega samþykkt í bæjarstjórn og þar kemur fram að Akraneskaupstaður styður réttindabaráttu hinsegin fólks. MYND/AKRANESKAUPSTAÐUR
Akraneskaupstaður flaggar í dag regnbogafánum við skrifstofur sínar í bænum í tilefni af því að 24 ár eru síðan að samkynhneigð var tekin út af sjúkdómalista Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Það var 17. maí árið 1990. Þetta kemur fram í tilkynningu fá bænum.

Mannréttindasstefna Akraneskaupstaðar var nýlega samþykkt í bæjarstjórn og þar kemur fram að Akraneskaupstaður styður réttindabaráttu hinsegin fólks. Orðin „hinsegin“ er regnhlífarhugtak sem nær yfir alla þá hópa sem skilgreina kynhneigð sína og kynvitund utan hins gagnkynhneigða ramma.

Í stefnu bæjarins segir að óheimilt sé að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar og að framlag hvers og eins skuli metið að verðleikum óháð kynhneigð- og vitund. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.