Innlent

Sparkað í höfuð manns á Austurvelli

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. VÍSIR/GVA
Sparkað var í höfuð manns á Austurvelli í gærkvöldi. Lögreglunni var tilkynnt um árásina um klukkan 21 i gærkvöldi. Maðurinn sem sparkað var í var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Grunaður árásarmaður var handtekinn skömmu síðar, sá var undir áhrifum áfengis. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu og verður yfirheyrður þegar runnið er af honum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×