Fleiri fréttir

Harma kynningu á víngerð í Kjósinni

Tveir hreppsnefndarmenn í Kjósarhreppi harma að í fréttabréfi hreppsins hafi kynning á víngerð verið auglýst. Algert grín að þetta sé eitthvert mál, segir oddvitinn sem sjálfur mætti á kynninguna, sem haldin var í húsnæði sveitarfélagsins.

Sex prósent para hér á landi af ólíkum uppruna

Um aldamótin voru 4,4 prósent para á Íslandi af ólíkum uppruna. Flestar erlendar konur í hjónabandi eða skráðri sambúð eru frá Austur-Asíu. Flestir erlendir karlar sem eru með íslenskum konum eru frá V-Evrópu.

Ólíkur vöxtur Ólympíufara

Ljósmyndarinn Howard Schatz hefur myndað fjölda fólk sem hefur tekið þátt í keppni á Ólympíuleikunum og komist að raun um að líkamar ólympíufaranna eru mjög ólíkir.

Vill fá samnemendur til að berjast með sér

Bergvin Oddsson væri til í að fá samnemendur sína til að leggjast á gólfið í Háskóla Íslands og berjast þannig fyrir bættu aðgengi blindra og sjónskertra við skólann, en þeim hefur fjölgað um tæp fjögur hundruð prósent á áratug.

Kallar eftir kostnaðargreiningu frá hagræðingarhópi

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að í tillögum hagræðingarhópsins sé verið að leggja drög að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að fallið sé frá hækkun í framlögum til þróunarmála.

Lögregla gerði grín að fórnarlömbum sýruárása

Tvær íslenskar konur vinna nú að gerð heimildrmyndar um fórnarlömb sýruárása á Indlandi. Hugmyndin kviknaði þegar önnur þeirra rak módelskrifstofu í Nýju Delí, en þar upplifði hún hvernig fórnarlömbunum var útskúfað úr samfélaginu.

Bændasamtökin eru ekki rekin fyrir almannafé

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakan segir margt áhugavert vera í tillögum hagræðingarhópsins. Hann vonast til þess að tillaga hópsins um að greiðslum til Bændasamtaka Íslands verði hætt. verði til þess að leiðrétta þann misskilning að samtökin séu fjármögnuð af almannafé.

Vilja spara í utanríkisþjónustunni

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar leggur til að spara eigi í utanríkisþjónustunni, til dæmis með því að fækka sendiskrifstofum.

Hækkun til þróunarmála dregin til baka

Alþingi samþykkti að vera 24 milljörðum króna til þróunarmála. Sú hækkun verður dregin til baka samkvæmt tillögu hagræðingahópsins. Vigdís Hauksdóttir lagðist gegn hækkuninni: "Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra.“

Íran hættir við kjarnorkusamning

ohn Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Íran hafa hætt við samning um kjarnorkuáætlun Írans á laugardag. Viðræður Írans við Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Rússland og Kína plús Þýskaland.

Þetta eru tillögur hagræðingarhópsins

Stytta framhaldsskólanna, sameina yfirstjórnir Sinfó, Þjóðleikhússins, Íslenska dansflokksins og óperunnar. Draga til baka hækkun til þróunarmála, sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið og endurskoða starfsemi Ríkisútvarpsins.

Neyðarsöfnun UNICEF

Ástandið á Fillipseyjum er skelfilegt eftir að fellibylurinn Hayian gekk yfir eyjarnar. UNICEF er til hjálpar og biðlar til almennings um að leggja neyðaraðstoðinni lið með framlögum.

Fumlaus viðbrögð hjá áhöfn Goðafoss

Áhöfninni á flutningaskipi Eimskipafélagsins Goðafossi tókst að koma í veg fyrir að eldur sem kom upp í skipinu snemma í morgun vestur af Færeyjum breyddist út.

Svarti markaðurinn nötrar

Svo gæti farið að þeir sem keyptu sér miða á landsleik Íslands og Króatíu, með það fyrir augum að selja þá, brenni inni með miðana.

Hundur glefsaði í andlit 16 ára pilts

Hundur, sem bundin var við staur við verslun Samkaupa við Tryggvagötu á Selfossi, glefsaði í andlit 16 ára pitls á milli klukkan 16 og 17 í gær.

Segir hallað á landsbyggðina í fjölmiðlum

Einar Kristinn Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis spyr á Facebook síðu sinni hvort ekki halli á landsbyggðarfólk í umfjöllun fjölmiðla, eins og kvenfólk.

Notandi á bland.is vill hjálpa fátækri fjölskyldu

Fyrirspurn var birt á spjallborði síðunnar bland.is þar sem kona sagðist vera að leita að fátæku fólki sem hún vildi aðstoða um jólin. Hún vildi ekki fara í gegnum hjálparstofnanir því hún vill vita hverjum hún sé að hjálpa og að ekki sé verið að svindla á henni.

Vilborg á hæsta tindi Eyjaálfu

Vilborg Arna Gissurardóttir komst á hæsta tind Eyjaálfu, Carstenzs Pyramid í Indónesíu í nótt eða klukkan 10:00 að staðartíma. Þá hefur hún komist á topp þriggja fjalla af þeim sjö sem hún ætlar sér á.

Þór og þyrlunum snúið við

Engan af 13 manna áhöfn og þremur farþegum um borð í flutningaskipinu Goðafossi sakaði, þegar eldur kom upp í skipinu um klukkan fimm í morgun þegar það var statt 70 sjómílur vestur af Færeyjum á leið til Íslands.

Líklegast að gervihnötturinn hafi brunnið upp til agna

Gervihnötturinn Goce frá Evrópsku geimferðastofnuninni féll til jarðar í nótt og brann upp til agna, að því er talið er. Þetta er í fyrsta sinn í 25 ár sem gerfihnöttur frá stofnuninni fellur stjórnlaus til jarðar en þessi var svo lágt á lofti að hann þurfti að beita rafknúnum hreyfli til þess að halda sér á sporbaugi.

Sjá næstu 50 fréttir