Innlent

Lögregla gerði grín að fórnarlömbum sýruárása

Tvær íslenskar konur vinna nú að gerð heimildamyndar um fórnarlömb sýruárása á Indlandi. Hugmyndin kviknaði þegar önnur þeirra rak módelskrifstofu í Nýju Delí, en þar upplifði hún hvernig fórnarlömbunum var útskúfað úr samfélaginu.

Bjarney Lúðvíksdóttir og Lína Thoroddsen hafa unnið að myndinni undanfarna átta mánuði og tekið tal af 11 konum sem hafa orðið fyrir sýruárásum, en greint var frá frá myndinni á vef Indverska blaðsins The Times of India í gær. Fórnarlömb sýruárása mæta miklu mótlæti og útskúfun í indversku samfélagi. Dæmi eru um að lögregla þar í landi hreinlega niðurlægi og geri grín að konum sem leita til þeirra eftir slíkar árásir.

Myndin verður tilbúin á næsta ári en þessa dagana eru Bjarney og Lína eru nú í samstarfi við UN Women á Íslandi. Samtökin standa fyrir svoköllum fiðrildafögnuði á fimmtudagskvöld til styrktar fórnarlömbum sýruárása. Auglýsingaherferð fyrir viðburðinn hefur vakið mikla athygli en þar eru landsþekktar konur afskræmdar með nútímatækni. Viðmælendur Bjarneyjar og Línu í heimildamyndininni gerðu sjálfar vinaarmbömdin sem gilda sem aðgöngumiðar á viðburðinn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×