Innlent

Notandi á bland.is vill hjálpa fátækri fjölskyldu

Samúel Karl Ólason skrifar
Margir sem settu inn athugasemdir sögðu hjálparstarf vera réttu leiðina til að hjálpa fátækum fjölskyldum um jólin.
Margir sem settu inn athugasemdir sögðu hjálparstarf vera réttu leiðina til að hjálpa fátækum fjölskyldum um jólin. Mynd/GVA
Fyrirspurn var birt á spjallborði síðunnar bland.is þar sem kona sagðist vera að leita að fátæku fólki sem hún vildi aðstoða um jólin. Hún vildi ekki fara í gegnum hjálparstofnanir því hún vill vita hverjum hún sé að hjálpa og að ekki sé verið að svindla á henni. Einnig sagðist hún vilja eiga beint samband við aðilan sem hún hjálpaði.

Svona hljómaði fyrirspurnin. „Ég er að leita af td. einstæðri móðir með barn/börn sem á mjög lítið af peningum, sem á ekki pening fyrir gjöfum handa börnunum um jólin og á rétt nóg fyrir kannski mat (auðvitað vona ég að það sé enginn í þeirri stöðu en það eru víst alltaf einhverjir því miður). Ég vil hjálpa, þó ég get ekki gefið mikið þá vil ég hjálpa og ég kann ekki að finna svona fjölskyldur sjálf.“

Fyrirspurn þessi hefur komið af stað miklum umræðum sem að mestu virðast vera neikvæðar gagnvart konunni. Margir eru þeirrar skoðunar að með þessu vilji konan upphefja sjálfa sig á kostnað þess sem hún hjálpar. Ein manneskja undir nafninu „musamamma“ var einstaklega óvægin í máli. Eitthvað er um jákvæðar athugasemdir og segist konan hafa fengið skilaboð þar sem henni hafi verið bent á fjölskyldu til að hjálpa um jólin.

Fyrirspurn konunnar.Skjáskot af bland.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×