Innlent

Flatskjám stolið úr sumarbústöðum

Mynd tengist frétt ekki beint. Úr safni.
Mynd tengist frétt ekki beint. Úr safni.
Í síðustu viku var tilkynnt um innbrot í fjóra sumarbústaði í umdæmi lögreglunnar á Selfossi.

Um er að ræða bústaði í landi Króks í Grafningi, Miðfellslandi, í Svínahlíð við Þingvallavatn og í landi Snorrastaða við Laugarvatn.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að úr tveimur bústöðunum var stolið flatskjáum og ýmsum öðrum raftækjum. Einn bústaðanna er í byggingu og úr honum var stolið keðjusög og múrbrotsvél.

Þjófavarnakerfi var í einum bústaðanna sem fór í gang, en engu var stolið úr honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×