Innlent

Þór og þyrlunum snúið við

Engan af 13 manna áhöfn og þremur farþegum um borð í flutningaskipinu Goðafossi sakaði, þegar eldur kom upp í skipinu um klukkan fimm í morgun þegar það var statt 70 sjómílur vestur af Færeyjum á leið til Íslands.

Landhelgisgæslan sendi þegar tvær þyrlur og eftilitsvél gæslunnar af stað og kom á sambandi við björgunaraðila í Færeyjum.

Um sex leitið í morgun taldi áhöfnin á Goðafossi sig vera búna að ráða niðurlögum eldsins og unnið væri að kælingu. Báðar Gæsluþyrlurnar eru nú  á Höfn í Hornafirði að taka eldsneyti og bíða frekari fyrirmæla, enda virðist eldurinn útdauður og skipið siglir fyrir eigin vélarafli.

Eftirlitsflugvél Gæslunnar er hinsvegar komin á vettvang og varðskipið Þór var sent frá Reykjavík til móts við Goðafoss en nú hefur verið ákveðið að snúa varðskipinu við auk þess sem þyrlurnar snúa nú aftur til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×