Innlent

Segir hallað á landsbyggðina í fjölmiðlum

Samúel Karl Ólason skrifar
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson. Mynd/GVA
„Hversu oft er talað við fólk sem búsett er utan höfuborgarsvæðisins í fjölmiðlum? Hversu oft sjáum við landsbyggðarfólk í þáttumi eins og þeim sem Gísli Marteinn stýrir, eða í Kastljósi, eða í Silfri Egils þegar það var og hét?“ Einar Kristinn Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis spyr að þessu á Facebook síðu sinni í morgun.

„Þetta skiptir líka máli, ef menn ætla að draga fram sem fjölþættust sjónarmið og vilja skoða mál frá mörgum sjónarhornum.“ Ástæða þessara skrifa er að í fjölmiðlum hefur mikið verið fjallað á undanförnu um rannsókn sem sýndi að mjög hallar á konur í umfjöllun fjölmiðla. Einar sagði það vera óviðunandi ástand.

Skjáskot af Facebook



Fleiri fréttir

Sjá meira


×